Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36340
The object of this longitudinal study were to i) analyze the difference in anthropometric characteristics, physical fitness- and throwing velocity performance between measurements during a two-year period, and to ii) analyze the difference in anthropometric characteristics, physical fitness- and throwing velocity performance between players during a two-year period. Data were collected from 22 Icelandic youth female national handball players (16.55 ±1.11 years old) from three different age groups (U15, U17, U19). Over two-year period players participated in at least four of six measurements as they were tested in height, weight, BMI, MBT, CMJ, 10 m sprint, 30 m sprint, Yo-Yo IR2, and throwing velocity. Statistical analysis was performed using one-way ANOVA to calculate the difference between measurements followed by Bonferroni post hoc test. Repeated measures were used to calculate the difference between players followed by Bonferroni post hoc test. Descriptive statistics were calculated for all the experimental variables as the results were presented as mean values with standard deviation. The result of this study showed a difference between measurements in handgrip strength, CMJ, and 10 m sprint. The difference between players was in height, weight, BMI, MBT, 10- and 30 m sprint.
Keywords: Handball, Measurements, Performance
Markmið þessarar langtíma rannsóknar var að i) greina mun á líkamlegri færni, líkamlegum eiginleikum og skothraða milli mælinga yfir tveggja ára tímabil, og að ii) greina mun á líkamlegri færni, líkamlegum eiginleikum og skothraða milli leikmanna yfir tveggja ára tímabil. Gögnum var safnað frá 22 ungum íslenskum landsliðskonum í handknattleik (16.55 ±1.11 ára) frá þremur aldurshópum (U15, U17, U19). Á tveggja ára tímabili tóku leikmenn þátt í að minnsta kosti fjórum af sex mælingum þar sem þeir voru mældir í; hæð, þyngd, BMI, MBT, CMJ, 10 metra sprett, 30 metra sprett, Yo-Yo IR2, og kasthraða. Tölfræðileg greining var framkvæmd með því að nota einfalt ANOVA próf til þess að skoða mun á milli mælinga og Bonferroni post hoc próf í framhaldið. Dreifigreining með endurteknum mælingum (e. Repeated measures) var framkvæmt til að skoða mun á milli leikmanna og Bonferroni post hoc próf í framhaldið. Lýsandi tölfræði var reiknuð fyrir allar breytur þar sem niðurstöður voru kynntar sem meðaltal með staðalfráviki. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýndu mun á milli mælinga í gripstyrk, CMJ, og 10 metra spretti. Munur var milli leikmanna í hæð, þyngd, BMI, MBT, 10 metra- og 30 metra spretti.
Lykilhugtök: Handknattleikur, Mælingar, Frammistaða
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Anthropometric, characteristic, physical fitness parameters- and throwing velocity in female Icelandic youth national handball players.pdf | 647.08 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |