Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/36347
Færibandakerfi fyrir heilfrysta uppsjávarafurð
Verkefnið felur í sér hönnun sjálfvirks færibandakerfis fyrir uppsjávarafurð og samanstendur af PLC forritun, yfirlitsmyndum af færibandakerfi ásamt rafmagnsteikningum. Sjálfvirkni í sjávarútvegi er mikilvæg til að auka afkastagetu og að nýta eina verðmætustu auðlind Íslendinga eins vel og unnt er. Forritun stýringa og skjámynda fór fram í forritinu Unity Pro XL frá Schneider Electric. Yfirlitsmyndir og rafmagnsteikningar eru hannaðar í Autocad Electrical 2018 og merkingar á rafbúnaði í verkefninu eru nefndar eftir tilvísunarkerfi úr staðlinum ISO/IEC 81346-2:2019.