Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3635
Höfundar ákváðu að skrifa kennarahandbók um leiklist á unglingastigi þar sem ætlunin er að veita nemendum innsýn í heim leikhússins. Með bókinni fylgir greinargerð sem styður við bókina með fræðilegri umfjöllun um leiklist.
Í bókinni Já við skulum...! er tekið fyrir hvað þurfi að hafa í huga við kennslu leiklistar. Þá eru einnig heilræði til kennara um vinnu með hópum og hugmyndir að námsmati og uppbyggingu kennslustunda. Viðfangsefnin eru svo þrjú, æfingar sem þjálfa nemendur í grunnþáttum leiklistar, verkefni þar sem unnið er með heildarmynd leiksýninga og að lokum leiðarvísir áhorfandans þar sem leikhúsferð, greining og ígrundun hennar er það sem nemendur fást við.
Í greinargerðinni er farið stuttlega yfir sögu og þróun leiklistar í skólastarfi í Evrópu og helstu frumkvöðlar á því sviði kynntir. Fjallað er um áhrifavalda og fræðimenn og hvernig hugmyndir þeirra hafa að mörgu leyti mótað leiklist í skólastarfi á Íslandi. Þá er staða leiklistar í Aðalnámskrá grunnskóla skoðuð sem og notkun leiklistar í íslensku skólalífi. Að lokum eru færð rök fyrir því að kenna ætti leiklist í grunnskólum og ástæður þess að höfundar ákváðu að skrifa kennarahandbók raktar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ForsidaGreinargerd_fixed.pdf | 44.41 kB | Opinn | Forsida - Greinargerd | Skoða/Opna | |
forsida bok.pdf | 50.96 kB | Opinn | Ja vid skulum...! - forsida | Skoða/Opna | |
titilsida bok.pdf | 14.32 kB | Opinn | Ja vid skulum...! - titilsida | Skoða/Opna | |
ja vid skulum...!.pdf | 493.07 kB | Opinn | Ja vid skulum...! - bókarhandrit | Skoða/Opna | |
Greinargerd.pdf | 402.12 kB | Opinn | Heildartexti - greinargerð | Skoða/Opna | |
Já við skulum...!.pdf | 5.62 MB | Opinn | Heildartexti - handbók | Skoða/Opna |