is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36355

Titill: 
  • Bygging innri eyru langreyðar. Samanburður byggingar innra eyra hvala og manna með tilliti til sjóveiki
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Hreyfiveiki (e.motion sickness) er hvimleitt vandamál en talið er að allt að þriðjungur fólks finni á einhverjum tímapunkti fyrir hreyfiveiki. Hreyfiveiki orsakast af truflun á starfsemi jafnvægisviðtækis eyrans og lýsir sér helst með ógleði og vanlíðan viðkomandi. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna formgerð og byggingu innra eyra hvala með hliðsjón af þeirri þróun sem sjávarspendýr gengu í gegnum til að aðlagast sjávarlífi og þar með sjóveiki. Þá var lögð áhersla á samanburð við eyru manna með tilliti til hreyfiveiki.
    Efniviður og aðferðir: Viðfangsefni rannsóknarinnar voru 33 Langreyðar (Balaenoptera physalus), 15 karlkyns og 18 kvenkyns. Klettbeinið (perotic bone) var fjarlægt og geymt í formaldehýði. Beinvölundarhús innra eyrans er innan klettbeinsins. Sýnin voru skönnuð í micro-CT skanna á Nýsköpunarmiðstöð Íslands og stærðir mældar í MIMICS (e.materialise interactive medical image control system). Innra eyra viðfangsefnanna var þrívíddarprentað með Zprinter 450. Útreikningar og gröf voru gerð í Excel og Rstudio. Einþátta athvarfsgreining var notuð.
    Niðurstöður: Jafnvægishluti innra eyra hvala er hlutfallslega minni en hjá mönnum, hann tekur aðeins til 10% heildar rúmmáls innra eyra samanborið við 57% hjá manninum. Samkvæmt einþátta athvarfsgreiningu var ekki marktækur munur á rúmmáli vinstra og hægra innra eyra. En það er marktækur munur á stærð hægra og vinstra jafnvægisviðtæki með 95% öryggisbili.
    Ályktanir: Mikill munur er á stærð og útliti innra eyra hvala samanborið við menn. Jafnvægishluti innra eyra hvala er hlutfallslega mun minni og þá hefur heyrnarhluti einnig tekið breytingum enda er flutningur hljóðs ólíkur í vökva og lofti. Ætla má að stærð jafnvægisviðtækis minnkaði hlutverk þess og þar með að líkur á hreyfiveiki minnki.

Samþykkt: 
  • 19.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36355


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSritgerdHalla.pdf1.86 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Scan_8508_130620200509_001.pdf49.91 kBLokaðurYfirlýsingPDF