is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36358

Titill: 
  • Frá hönnun til markaðar : nýting aðferða verkefnastjórnunar við uppbyggingu sprotafyrirtækja
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Mikilvægi nýsköpunar er óumdeilt. Breytingar í umhverfinu með sífelldri tækniþróun og auknum aðgengileika hafa auðveldað frumkvöðlum að koma nýsköpun sinni á framfæri. Fjölmörg sprotafyrirtæki vinna að því á degi hverjum að koma nýjum vörum á markað og ná fótfestu á markaði.
    Verkefnastjórnun býður upp á samsafn ýmissa aðferða sem nýtast til þess að stýra verkefnum með markvissum og öguðum hætti. Notkun þessara aðferða líkur á að árangur verkefna verði í samræmi við væntingar.
    Tilgangur rannsóknarinnar er að skoða hvernig mismunandi aðferðir verkefnastjórnunar nýtast sprotafyrirtækjum. Mismunandi aðferðir verkefnastjórnunar eru skoðaðar m.t.t. sprotafyrirtækja og með tilviksrannsókn er skoðað hvernig aðferðir verkefnastjórnunar nýttust við uppbyggingu sprotafyrirtækis. Niðurstöður sýna að aðferðir verkefnastjórnunar má nota með góðum árangri í sprotafyrirtækjum og gerir smæð þeirra og sveigjanleiki það að verkum að svigrúm skapast til að sníða þær að því sem hentar verkefninu hverju sinni.

Samþykkt: 
  • 22.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36358


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sóley Valdimarsdóttir MPM.pdf547.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna