is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36363

Titill: 
 • Stjórnun verkefnaskráa : þekking á vali verkefna innan skipulagsheildar
Námsstig: 
 • Diplóma meistara
Útdráttur: 
 • Verkefnaskrá (e. project portfolio) er mikilvægt tól í stjórnun skipulagsheilda. Verkefnaskrá er notuð til þess að safna saman verkefnum og halda utan um verkefnastöðu skipulags¬heildar. Val verkefna og forgangsröðun þeirra getur verið mikil áskorun en á sama tíma gríðarlega mikilvæg.
  Til að verkefnaskrá sé árangursrík þarf skipulagsheildin að setja sér gildi og stefnu til að vinna eftir. Í þessari skýrslu er farið yfir rannsókn sem gerð var á einni skipulagsheild. Rannsóknin fólst í spurningakönnun sem lögð var fyrir allt starfsfólk og kannað var hvort að almenn þekking sé hjá því á stefnu og gildum skipulagsheildarinnar. Einnig var skoðað hvort almenn þekking sé því á hvernig val forgangs¬verkefna á sér stað og á mikilvægi verkefna¬skrár í hugum starfsfólks.
  Starfsfólk skipulagsheildarinnar þekkir bæði gildi og stefnu hennar mjög vel og er það skipulagsheildinni til framdráttar hversu vel hefur tekist að halda starfsfólki upplýstu. Verkefnaskrá skipulagsheildarinnar er mjög vel þekkt af stjórnendum hennar en um leið og farið er niður skipuritið minnkar það hlutfall hratt. Það þarf ekki endilega að vera neikvætt enda oft mikil leynd á verkefnum sem geta haft áhrif á samkeppnistöðuna.
  Það er bæði mat stjórnenda skipulagsheildarinnar sem og starfsfólks hennar, að tímalína verkefna standist sjaldan og að umfang verkefna sé ekki nægilega vel skilgreint. Þar af leiðandi má gera ráð fyrir því að skipulagsheildin þurfi að vinna betur í undirbúningi í skilgreiningar- og áætlunaráföngum áður en verkefni eru sett í framkvæmdaráfanga. Mögulega er þetta afleiðing þess að hafa ekki faglega verkefnastofu sem stýrir verkefnaskránni.

Samþykkt: 
 • 22.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36363


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Íris Svavarsdóttir - Lokaverkefni_MPM2020_LOKA.pdf938.35 kBLokaður til...01.05.2025HeildartextiPDF
irissvabeidni.pdf386.18 kBOpinnBeiðni um lokunPDFSkoða/Opna