is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36365

Titill: 
  • Ofurraunveruleiki í íslenskri náttúru : áhrif markaðssetningar á náttúruskynjun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Náttúra Íslands er mikið notuð til þess að markaðssetja landið fyrir ferðamenn þar sem reynt er að draga fram eftirsótta þætti líkt og hreinleika og fegurð landsins. Ímynd Íslands er mikilvæg fyrir efnahag landsins en gildi þess er að miklu leyti falið í fegurð íslenskrar náttúru. Í þessari ritgerð er leitast við að beina sjónum að mögulegum áhrifum sem markaðssetning á náttúru landsins getur haft á ferðamenn, sem og heimamenn. Þá verður fjallað um orðið náttúra og hvað náttúra er. Einnig verður skoðað hvernig aukin skynjun á náttúrunni getur ýtt undir skilning á henni. Þessi hugtök, náttúra og skynjun, verða síðan notuð til þess að varpa ljósi á samband manns og náttúru. Í ritgerðinni mun kenning Jean Baudrillard um ofurraunveruleika (e.hyper reality) leika stórt hlutverk til þess að styðja við túlkun á efninu. Birtingamyndir náttúru Íslands í miðlum líkt og auglýsingum verður til þess að nýr veruleiki eða ofurraunveruleiki verður til. Í þessu samhengi væri náttúra Íslands fyrirmyndin eða raunveruleikinn sem reynt er að herma eftir með markaðssetningu í öðrum miðlum. Að lokum verður farið yfir áhrif markaðssetningar á skynjun og upplifun fólks í náttúru Íslands. Við rannsókn á efninu kom í ljós að markaðssetning á náttúru Íslands, hvort sem um ræðir auglýsingar eða samfélagsmiðla, getur haft áhrif á skynjun fólks á náttúrunni, en það getur orðið til þess að viðhorf manna gagnvart náttúrunni verður bjagað.

Samþykkt: 
  • 22.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36365


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ofurraunveruleiki í íslenskri náttúru.pdf2,96 MBOpinnPDFSkoða/Opna