is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36372

Titill: 
  • Hin óhugnanlega ritgerð
  • Það er/ It is
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð rannsaka ég mína eigin listsköpun og þær aðferðir og miðla sem ég notast við, en þær taka m.a. til tækni, innsetninga, mótagerðar og afsteypu. Einnig nota ég ýmis efni í sköpun minni þ.á.m. sílikon og latex. Til þess að skoða nánar ástæðuna fyrir því hvers vegna ég nota þessar aðferðir og miðla og hvaða áhrif þau kunni að hafa á áhorfandann, kynni ég mér aðra listamenn sem hafa unnið í svipuðu umhverfi. Einnig skoða ég sérfræðinga á sviði vélaverkfræði, tæknibrelluiðnaðarins og svo snerti ég líka aðeins á kenningum sálfræðinnar. Þar skoða ég helst rannsóknir þeirra Sigmund Freud „Hið óhugnanlega” og greinina „Hinn óhugnanlegi dalur” eftir japanska vélaverkfræðinginn Masahiro Mori. Ég rýni í viðhorf almennings til tækni sem tengjast áhrifum vísindaskáldskapar af völdum afþreyingariðnaðarins og svið tæknibrella kvikmyndabransans í tengslum við kenningar Freud. Aðferðir konsept listamannsins Ilya Kabakov í hinni “altæku installasjón” er kynnt og hvernig hægt sé að nota rýmið til þess að stjórna tilfinningum áhorfandans. Þessar hugmyndir eru skoðaðar út frá Freud í „Hið óhugnarlega” og möguleikana á að fara enn dýpra í að “manipúlera” áhorfandann með því að vera meðvitaður um gildi hluta. Því til rökstuðnings verður huglægur og efnislegur raunveruleiki mannsins skoðaður í tengslum við bíómyndir og verk eftir Jordan Wolfson. Ég gróf mig í gegnum hafsjó greina, myndskeiða, mynda, rannsókna, kenninga og fróðleiks á netinu í upplýsingaöflun, en notaði einnig skriflegar heimildir eins og Sæborgin eftir Úlfhildi Dagsdóttur. Niðurstöður þessara rannsókna ollu mér ekki vonbrigðum og kom það mér að vissu leyti á óvart hversu þétt þessir þræðir tengjast og deila sterku samhengi.

Samþykkt: 
  • 22.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36372


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
myndirfrálokasýninguogritgerð.pdf2.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna