Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36375
Í eftirfarandi ritgerð er fjallað um japanskt myndmál, skemmtun, raunveruleikaflótta, samband þessara þátta og samband höfundar þessarar ritgerðar við þá. Farið verður í sögu japanskra myndasagna og teiknimynda. Manga (japanskar teiknimyndasögur) og anime (japanskar hreyfimyndir) verða kynntar og eiginleikar þeirra. Farið verður yfir nútímamyndlistarstefnuna Superflat sem sækir innblástur úr japönskum teiknimyndum og hvernig hún gerir það. Otaku menningu, menningu sem er nátengd anime og manga er einnig lýst í ritgerðinni og tengsl hennar við Superflat. Allt þetta er rannsakað með því að skoða sögu japanskra teiknimynda. Við umfjöllunina er einnig tekið mið af skrifum Superflat myndlistarmannsins Takashi Murakami, skrifum anime leikstjórans Hayao Miyazaki og fleira. Þrjú verk eftir höfund þessarar ritgerðar og eitt verk eftir Takashi Murakami verða tekin fyrir og þau verða sett í samhengi við Superflat, manga og anime. Kannað verður svo sérstaklega samband myndmálsins við skemmtun og raunveruleikaflótta. Niðurstöður um mikilvægi tungumálsins, vangaveltur um hvaða gildi skemmtun hefur í myndlist og hvaða rétt þetta myndmál á sér innan myndlistarheimsins eru svo settar fram í lok ritgerðar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-Ritgerd-Og-Verk-AndriArason.pdf | 6,53 MB | Lokaður til...11.06.2070 | Heildartexti |