is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36386

Titill: 
  • Núvitundarnálgun og flæði í myndmenntakennslu
  • Titill er á ensku Mindfulness Meditation and Flow in Visual Arts Education
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Það er ákveðin staðreynd að þjóðfélagið, sem við búum í í dag, samfélagslegar kröfur og lífsgæðakapphlaupið skapa samfélag sem einnkennist af miklum hraða, áreiti og streitu sem getur haft slæm áhrif á okkur öll og jafnvel leitt af sér kvíða og þunglyndi ef ekki er tekist á við streituna og reynt að sporna við henni. Fyrir börn og unglinga á skólaaldri getur þetta leitt til slæmrar námsframvindu og vanlíðunar innan skólakerfisins. Það er umhugsunarvert og þýðingarmikið að kennarar séu meðvitaðir um þetta og leggi sitt af mörkum til að skapa andrúmsloft sem eykur vellíðan barna og unglinga. Núvitund (e. mindfulness) er hugarástand eða hugleiðsluform, þar sem athyglin er í núinu, og flæði (e. flow) er meðvitundarástand sem verður til á meðan einstaklingur framkvæmir. Síðastliðin ár hefur töluverð vakning orðið um upplifun einstaklinga af núvitundariðkun erlendis en slíkar rannsóknir gætu gefið frekari vísbendingar um það hvernig nýta megi núvitund og flæði og flétta þessa þætti inn í hefbundna myndmenntakennslu. Listsköpun er einnig talin hafa róandi áhrif á fólk og oft lýsa einstaklingar því að hvernig það skapist ákveðið hugleiðsluástand þegar það unnið er á áþreifanlegan hátt, við að komast í snertingu við myndlistarefniviðinn og skynja og upplifa í gegnum hendurnar. Hvers vegna myndast þessi ró? Hvað er það sem gerist í líkamanum? Tilgangurinn með þessari ritgerð er í fyrsta lagi að rannsaka hvort listsköpun feli í sér ávinning sem stuðli að andlegri vellíðan meðal barna og unglinga og kanna hvort myndmenntakennarar geti lagt eitthvað af mörkum til að stuðla að betri andlegri heilsu og aukinni sjálfstyrkingu með sérstakri áherslu á núvitund og flæði í listsköpun. Einnig að varpa ljósi á þessa þætti vegna mikilvægi þeirra innan skólakerfisins með það fyrir augum að vinna gegn streitu og kvíða.

  • Útdráttur er á ensku

    The fact that the society in which we live today, social requirements, the race for quality of life, do create a society characterized by speed and stimuli which could lead to increased stress symptoms if not dealt with. This can lead to bad educational progress and distress amongst children and teenagers. This is why it is vital that teachers are alert concerning these factors and find ways which possibly could help to reduce these symptoms and create an atmosphere which can enhance the well-being amongst children and teenagers within the school system.
    Mindfulness is a state of mind and a form of meditation, a practice of present moment awareness, and flow is a mental stage which occurs while a person is performing an activity. Both factors have somewhat been developed over the last years, and studies which have been conducted, have shown that they can have positive effects on people’s well-being. During the last years there has been a significant revival concerning people’s experience of practicing mindfulness. Such studies could further enhance knowledge on how mindfulness can be used within traditional visual arts education as a form of therapy along with other art therapies within the school system. Art making is also considered to have calming effect on people and people have often stated that when working in a tangible way, when they get in touch with the visual arts material, and perceive and experience art making through the hands, a certain state of meditation is created. Why does this calmness occur? What happens within the body? The purpose of this research is to study if art making can contribute to mental well-being amongst children and teenagers and study if art teachers can contribute to better mental well-being and increased self-empowerment with special emphasis on mindfulness and flow in art making. Also to increase understanding of people’s experience of these factors due to their utmost importance within the school system with that in mind to work against anxiety and stress.

Samþykkt: 
  • 22.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36386


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna Á. Brynjólfsdóttir - M.A. Ritgerð - Vorönn 2020 .pdf477,3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna