is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36388

Titill: 
 • Áhrif Covid-19 faraldursins á störf og vinnulag stjórnenda og starfsfólks fyrirtækja á Íslandi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þær breytingar sem skyndilega urðu á daglegu lífi fólks vegna Covid-19 veirufaraldursins í byrjun árs 2020 höfðu áhrif á flest störf ef ekki öll störf á Íslandi með beinum eða óbeinum hætti. Sum fyrirtæki og stofnanir voru í aðstöðu til að halda áfram rekstri en þó í breyttu formi með fjarvinnu flestra starfsmanna.
  Í eigindlegri rannsókn sem framkvæmd var með djúpviðtölum við nokkra reynda stjórnendur á Íslandi kom fram að reynslan af núverandi krísu muni hafa varanleg áhrif á starfsumhverfi framtíðarinnar. Allir voru stjórnendurnir í atvinnugeira sem haldið gat uppi meiri hluta rekstrar með breyttu vinnufyrirkomulagi og fjartengingu starfsmanna.
  Það krefst ákveðinnar fínstillingar við stjórnun og það hvernig maður beitir sér í samskiptum, að starfsfólk og stjórnendur vinni dreift í stað þess að vera flest á sama stað.
  Varanlegu áhrifin sem viðmælendur nefndu að þessi reynsla myndi stuðla að, er að fyrirtæki sem það geta, munu bjóða starfsmönnum sínum meiri sveigjanleika í vinnu og val um fjarvinnu að hluta.
  Fjarvinna, fjarvinnulausnir og fjarfundir hafa kosti og galla sem hafa áhrif á fólk, m.a. gæði samskipta, félagsleg tengsl, flækjustig við úrlausn smærri verkefna og fleira. Samskipti augliti til auglitis hafa það umfram fjarfundi að fólk getur notað fleiri tjáningaform til að miðla sínu máli, s.s. svipbrigði, holningu, látbragð og húmor. Góð hljóðgæði og ýmis tæknileg atriði svo sem myndfundir, geta gert mikið til að nálgast þau gæði sem nærsamskipti geta veitt. Í sumum tilfellum geta fjarfundir verið skipulagðari, skilvirkari og ódýrari en venjulegir fundir.
  Einkenni þessarar krísu að mati viðmælenda er aðlögunarhæfni starfsfólks og samstaða auk sérkennilegrar og langvarandi einangrunar.

Samþykkt: 
 • 22.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36388


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni-MPM-Áhrif-Covid19-á-stjórnendur-og-starfsmenn-ÓlafurGautiHilmarsson-maí2020.pdf430.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna