is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3638

Titill: 
  • „Það opnaðist stærri heimur.“ Fyrirtækjamenning í ljósi sameiningar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hugtakið fyrirtækjamenning hefur fengið aukið vægi á meðal fræðimanna og stjórnenda á síðustu áratugum. Fjölmargar kenningar hafa komið fram um fyrirtækjamenningu og hefur hugtakið verið miðlægt í umræðunni um árangur skipulagheilda.
    Markmið þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á fyrirtækjamenningu sameinaðs fyrirtækis þriggja gamalgróinna fyrirtækja. Áhersla var lögð á það að draga fram styrkleika og veikleika fyrirtækjamenningarinnar ásamt því að rýna í viðhorf og upplifun starfsmanna á fyrirtækjamenningunni í ljósi sameiningarinnar. Fyrirtækjamenningin er einn vandasamasti þátturinn við sameiningu skipulagsheilda. Helsta áskorunin er sú að takast á við mismunandi hugmyndafræði, verklag, sögu, siði og venjur sem einkenna skipulagsheildir, enda geta þær verið mjög ólíkar á þessum sviðum.
    Rannsóknin var unnin eftir bæði eigindlegri og megindlegri aðferðafræði. Tekin voru viðtöl við átta starfsmenn fyrirtækisins og rafræn spurningakönnun send út til allra starfsmanna þess. Spurningalistinn byggir á aðferð Denison (Denison Organizational Culture Survey) og samanstendur af fjórum menningarvíddum sem eru; markmið, þátttaka, samræmi og aðlögunarhæfni.
    Helstu niðurstöður eru þær að fyrirtækjamenning sameinaðs fyrirtækis einkennist af samstöðu og trausti á meðal starfsmanna og samkomulag ríkir um mikilvæg málefni. Helstu styrkleika er að finna í ytra umhverfi fyrirtækisins, þar sem stefna fyrirtækisins er skýr og áhersla er á viðskiptavini og viðskiptaumhverfi. Helstu veikleika fyrirtækjamenningarinnar er að finna í innra umhverfi fyrirtækisins þar sem samræmi á milli starfseininga er ábótavant og skortur er á sameiginlegri sýn starfsmanna um gildi fyrirtækisins.
    Upplifun starfsmanna á fyrirtækjamenningunni er jákvæð og voru flestir á þeirri skoðun að arfleifð frá öllum sameinuðu fyrirtækjunum væri áberandi í fyrirtækjamenningu sameinaðs fyrirtækis. Ólíkar skoðanir voru þó um það hversu mikla arfleifð væri að finna frá hverju af sameinuðu fyrirtækjunum.

Samþykkt: 
  • 23.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3638


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
kjamenning_i_ljosi_sameiningar_fixed.pdf7,04 MBLokaðurHeildartextiPDF