is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36393

Titill: 
  • Appelsínugulur : saga, áhrif og notkun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um appelsínugula litinn, sögu hans, þróun, áhrif og notkun. Í árþúsundir var appelsínugulur litur án auðkennis. Í mörgum tungumálum er hann síðasti litur nefndur í regnboganum og í öðrum á hann sér enn ekki nafn. Appelsínugulur var seint viðurkenndur sem eitthvað annað en útgáfa af rauðum eða gulum. Enn má finna fyrir því í dag hversu seint hann var tekinn inn í tungumál okkar. Við verðum ekki appelsínugul af öfund, við málum bæinn ekki appelsínugulan né svífum við um á appelsínugulu skýi. Við segjum fólk með appelsínugult hár vera rauðhært og köllum appelsínugula fiska gullfiska. Appelsínugulur er táknrænn fyrir þjóðerni, sjálfstæði og skemmtun. Hann hefur í aldaraðir verið notaður sem litur á striga, klæði og hár. Hann er bæði litur safaríkra ávaxta og náttúrulegra eiturefna. Hann prýðir einkennisbúninga fanga, geimfara, veiðimanna og sjómanna og er að auki litur fyrirbæris sem kallað hefur verið áttunda undur veraldar. Hann er þýðingarmikill fyrir íslendinga en þar koma inn bæði hefðir og saga. Appelsínugulur er sterkur, heitur og áberandi. Hann sagður vera einn af umdeildari litum en hann vekur upp sterk viðbrögð hjá fólki, jákvæð sem neikvæð. Upplifun okkar á honum getur verið persónuleg en áhrif hans á okkur eru líffræðileg og sálfræðileg. Fyrir ritgerðina var heimildum aflað á ýmsum stöðum; í bókum, greinum, á safni og í gegnum viðtöl. Niðurstöður rannsóknarinnar eru þær helst að appelsínugulur hefur komið víða að og á sér einstaklega áhugaverða sögu. Hann er áhrifamikill og hefur merking hans þróast með okkur í gegnum lista- og mannkynsögu. Hann gegnir í dag ýmsum mikikvægum hlutverkum og er orðinn nauðsynlegur partur af sjónrænu tungumáli okkar. Eiginleikar hans og áhrif eru nytsamlegir kostir í grafískri upplýsinga- merkja og umbúðahönnun, enda er hann þar mikið notaður í dag. Hann túlkar þar fyrst og fremst það sem er nýtt, ferskt og frábrugðið öðru.

Samþykkt: 
  • 22.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36393


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_appelsínugulur.skil.pdf14,66 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna