is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36395

Titill: 
  • Merki fyrstu íslensku knattspyrnufélaganna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Knattspyrna er ein vinsælasta íþrótt á Íslandi og eru fjölmörg knattspyrnufélög starfandi um allt land. Öll eiga þau það sameiginlegt að eiga merki. Maður getur varla ímyndað sér knattspyrnulið sem stígur inn á völlinn án þess að bera merki á brjósti sér. Fyrstu knattspyrnufélögin á Íslandi eru stofnuð í kring um aldarmótin 1900 á miklum umbóta tíma í íslensku samfélagi. Í þessari ritgerð verður fjallað um sögu og merki fjögurra elstu knattspyrnufélaga á Íslandi. Þau eru KR, Fram, Víkingur Reykjavík og Valur. Farið verður yfir hvernig þessi merki komu til og fyrir hvað þau standa. Fyrst verður fjallað um aðstæður í Reykjavík um aldarmótin 1900, þegar þessi fjögur félög verða til og einnig verður komið inn á stöðu íþrótta á þessum tíma. Í öðrum kafla verður farið yfir stofnsögu þessara fjögurra félaga hvert fyrir sig og merki þeirra greind út frá hönnunar sjónarmiði. Til þess að geta svo sett þessi merki í stærra hönnunarlegt samhengi verður fjallað almennt um merki og merkjafræði í þriðja kafla. Þar verður komið inn á hönnunarferli merkja sem og tilgang þeirra. Merki þessara félaga eru ólík þrátt fyrir að stofnsögur sumra þeirra séu líkar. Flest hafa þessi merki tekið einhverjum breytingum í gegnum líftíma þeirra, þær breytingar verða dregnar á yfirborðið og skoðaðar.

Samþykkt: 
  • 22.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36395


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Merki_fyrstu_islensku_knattspyrnufelaganna-Anton_Jonas_Illugason.pdf17,96 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna