is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36406

Titill: 
 • Textílmennt og sjálfbærni : námsvefurinn Gera sjálfur
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þetta lokaverkefni er námsvefur sem samanstendur af fræðsluefni og kennsluhugmyndum. Námsvefurinn er hugsaður sem námsefni í textílmennt í grunnskólum og er ætlað að bæta úr skorti á námsefni þar sem áhersla er lögð á sjálfbærni, sem er einn af grunnþáttum gildandi aðalnámskrár og heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Í ritgerðinni eru námsvefnum gerð fræðileg skil með stuðningi eigindlegrar rannsóknar.
  Fræðsluefnið á námsvefnum (http://www.gerasjalfur.is/) er hugsað sem nokkurs konar inngangur og/eða kveikja að verkefnunum. Þar er fjallað um neyslu, úrgang, skynditísku, fatasóun, sjálfbæra tísku og umhverfisáhrif textíliðnaðarins. Efninu er ætlað að stuðla að bættri siðferðiskennd og hvetja til gagnrýninnar hugsunar á sviði neyslu- og umhverfishegðunar sem leitt gæti til sjálfbærari lífshátta. Fjallað er um nýja hreyfingu barna og ungmenna í aðgerðum í loftslagsmálum og getu þeirra til að hafa áhrif í ýmsum málum sem snúa að sjálfbærni. Bent er á leiðir og góð ráð til að snúa þróuninni við með breyttum lífsháttum og gildum. Verkefnin fjalla um nýtni, endurvinnslu og endurgerð textílúrgangs og annars efnis sem ekki er lengur í notkun og yrði hent ella. Þau miðast að því að opna augu nemanda fyrir því að það sem við hendum og köllum úrgang getur verið dýrmætt hráefni sem auðvelt er að nýta á skapandi hátt. Nokkur verkefni hafa náttúru og umhverfi að leiðarljósi og miðast að því að auka tengsl nemenda við raunveruleikann, náttúruna og umhverfið, sem er mikilvægt sjálfbæru gildismati. Sagt er og sýnt frá nokkrum verkefnum sem eru samfélagsmiðuð og hafa að markmiði að gefa af sér og vekja samhygð. Mörg verkefnanna er auðvelt er að vinna samþætt með öðrum námsgreinum. Verkefnin miðast öll að því að vera valdeflandi og hvetja nemendur til aðgerða.
  Í þessari ritgerð er fjallað um sjálfbærni og mikilvægi þess að menntakerfi okkar þróist frá formlegri menntun til umbreytandi menntunar sem býr nemendur undir þá framtíð sem við blasir. Áherlsuatriðin eru gildi, gagnrýnin og skapandi hugsun, og reynslunám og verklegt nám sem getur nýst sjálfbærnimenntun. Bæði hugmyndir Stephens Sterlings um hvernig sjálfbærnimenntun geti verið umbreytandi og hugmyndir Johns Deweys um nám í verki og reynslunám eru skoðaðar í þessu samhengi. Auk þess fjallað um gildi handverks fyrir sjálfbærni í námi og lífi.

 • Útdráttur er á ensku

  This Master degree project is a website, hosting a combination of learning material, projects and teaching conceptions. The website is intended as learning material for elementary schools responding to the need for study material emphasising sustainability, which is one of the fundamentals of the current national curriculum and the United Nations Sustainable Development Goals. In the theses the website’s theoretical foundations are outlined supported by qualitative research.
  The website (http://www.gerasjalfur.is/) is intended to be an introduction/ignition to the projects. It deals with consumption, waste, fast-fashion, sustainable fashion, clothing waste and the textile industry’s environmental impact. The material is intended to improve morality and to encourage critical thinking when it comes to consumption and environmental behaviour which in turn could lead to a more sustainable way of life. The recent youth movement against climate change is discussed as well as young people’s ability to make an impact when it comes to sustainability. Ways and good advice to turn the ship around by changes in values and way of life are also outlined. The projects deal with recycling and repurposing of textile waste as well as other waste materials that would otherwise be thrown away. The projects aim to open students’ eyes to the fact that what we throw away and call waste can be valuable material and can easily be repurposed in creative ways. A few projects focus on nature and intend to strengthen students’ ties to reality, nature and the environment, which is central to sustainable values. Some projects are community focused and aim to encourage sharing and stimulate empathy. Many of the projects are easy to develop and integrate with other subjects. All of the projects aim to empower students and encourage them to take action.
  This thesis focuses on sustainability and the importance of the development of our educational systems away from formal education towards transformational education that prepares students for the kind of future that inevitably awaits us. The emphasis is on values, critical and creative thinking and learning by doing. Both the ideas of Stephen Sterling on how sustainability education can be transformative and John Dewey’s ideas on learning by doing are explored in this context. The importance of craft for both learning and living is also discussed.

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
 • 23.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36406


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Textílmennt og sjálfbærni - lokaritgerð skil á Skemmu.pdf55.56 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna