is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36418

Titill: 
  • Hverjir eru fræðilega réttir vaxtaferlar og álagsferlar á skuldabréfum Íslandsbanka?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Íslandsbanki gefur út þrjár mismunandi tegundir af skuldabréfum, þ.e. sértryggð, almenn og víkjandi skuldabréf. Á íslenskum skuldabréfamarkaði hefur bankinn aðallega gefið út sértryggð skuldabréf en minna af almennum og víkjandi skuldabréfum. Álag á sértryggðum skuldabréfum Íslandsbanka hefur verið á bilinu 40-80 punktar síðastliðin ár en er þó nálægt 100 punktum þegar þessi ritgerð er skrifuð, vorið 2020. Markmiðið í þessari ritgerð var að nota líkan sem reiknar út fræðilega rétt verð á sértryggðum, almennum og víkjandi skuldabréfum Íslandsbanka og með því finna fræðilega rétta vaxtaferla og álagsferla fyrir þessi skuldabréf útgefin af Íslandsbanka. Líkanið sem notað var er framlenging á líkani Mertons (1974) og er eftir Eom, Helwege og Huang (2004). Niðurstöður gefa til kynna að ávöxtunarkrafa sértryggðra skuldabréfa Íslandsbanka ætti að vera sú sama og ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa. Það má því álykta að sértryggð skuldabréf bankans séu með of háa ávöxtunarkröfu og þar af leiðandi með of hátt álag ofan á ríkisskuldabréf. Álagsferlar fyrir almenn skuldabréf bankans sýna að álagið ætti að vera hæst fyrir skuldabréf sem hafa gjalddaga eftir u.þ.b. 4 ár og nálgast álagið á þeim skuldabréfum þá 90 punkta. Á víkjandi skuldabréfum bankans er álagið einnig hæst á skuldabréfum sem hafa gjalddaga eftir u.þ.b. 4 ár og er álagið á þeim tíma nálagt 180 punktum. Niðurstöður í þessari ritgerð gætu verið gagnlegar fyrir bæði Íslandsbanka og fjárfesta þegar að kemur að skuldabréfaútboðum bankans á þessum skuldabréfum.

Samþykkt: 
  • 23.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36418


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hverjir eru fræðilega réttir vaxtaferlar og álagsferlar á skuldabréfum Íslandsbanka.pdf1.43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna