is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36425

Titill: 
  • Uppruni alvöru stráks : myndlist í samhengi tannhirðu og rafmagnslagna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hvort sem það er áhugi á steinsteypu og lampasmíðum eða hræðslan mín við Hubba Bubba tyggjó og franskan rennilás þá skipti ég myndlist minni niður í tvö megin viðfangsefni. Þau eru tekin fyrir í hverjum kafla og sett í samhengi við listamenn og æskuminningar sem hafa veitt mér innblástur á beinan eða óbeinan hátt. Viðfangsefnin tvö eru tekin fyrir til skiptis til að skapa samtal þeirra á milli og reyna þannig að finna sameiginlegan þráð þeirra. Fyrra viðfangsefnið einblínir á rýmistengd verk sem leggja áherslu á skilning mannsins á umhverfi sínu og bjögun á hversdagsleikanum. Inngrip í rými og áhrif þess á áhorfendur er tekið fyrir með samanburði við verk og skrif listamannsins Michael Asher. Þráhyggja mannsins til skilnings á öllum fyrirbærum og umhverfi sínu er nánar skoðað í verki mínu Þanþol. Það er sett í samhengi verka Erwin Wurm og Gariel Orozco þar sem hver sentimeter skiptir sköpum um skynjun okkar á fyrirbærum. Þar sem skilningur er háður skilningsleysi kanna ég nánar með verkinu hversu mikið þarf til þess að ýta hlut tilbaka yfir í skilningsleysið. Seinna viðfangsefnið er persónulegra og tekst á við ævilangan aðdraganda að Le Fort I aðgerð sem felur í sér aðskilnað efri tanngarðs frá hauskúpunni sem er síðan færður á réttan stað. Það ferli og eftirmáli þess leggur grunn að myndmálinu sem er ávallt birtingarmynd tanna í einhverju formi. Hvort sem þær eru ljósritaðar og bjagaðar eða kvarnaðar til að passa í bók. Með tímanum hef ég sankað að mér þónokkru safni af tannatengdum munum sem ég nýlega kom fyrir á einum hnitmiðuðum stað í formi bókverksins A-. Mikið var þá litið til Dieter Roth og vinnubragða hans. Portrett serían Kunnuglegt Kjaft fæst við þann mikla svip sem tennur setja og endurskapa ég þar andlitsmynd sex einstaklinga út frá fölsku tönnum þeirra. Myndmál verksins er síðan skoðað út frá þeim áhrifum sem röntgen myndir mínar höfðu ásamt verkum Andy Warhols og notkun hans á einkennandi þáttum þess hluts sem málaður var.

Samþykkt: 
  • 23.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36425


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Daníel_BA-ritgerd _ FINAL.docx-3.pdf3.81 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
DANÍEL_2020_Daníel Ágúst_BA VERKEFNI_LJÓSMYNDIR.pdf3.03 MBOpinnLjósmyndir af BA verkefniPDFSkoða/Opna