is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaverkefni / Final projects (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36426

Titill: 
 • Á Hreindýraslóðum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Árið 1943 lögðu þeir félagar Helgi Valtýsson rithöfundur, Torfi Guðlaugsson verslunarmaður og Eðvarð Sigurgeirsson ljósmyndari ásamt fylgdarmönnum í einn af fjölmörgum leiðangra þeirra upp á öræfi Íslands umhverfis Snæfell í svonefndum Kringilsárrana, en þar voru aðal heimkynni hreindýra á sumrum. Markmið þessara ferða var að rannsaka stofn hreindýra á Íslandi á þessum tíma og skrá jafnframt allar helstu upplýsingar um lifnaðarhætti þeirra.
  Upp úr þessum heimildum varð til bókin „Á Hreindýraslóðum“ eftir Helga Valtýsson og sömuleiðis kvikmynd með sama nafni „Á Hreindýraslóðum“ eftir Eðvarð Sigurgeirsson. Í dag teljast þessar heimildir einstakar að öllu leyti og hafa meðal annars verið notaðar af Andra Snæ Magnasyni í bók hans „Sagan af tímanum og vatninu“ auk þess sem hann hefur vitnað í þær og gjarnan notað myndefni Eðvarðs í vinsælum fyrirlestrum sínum. Kringilsárrani var friðaður allt fram til ársins 2006, en þá hófust miklar framkvæmdir vegna umdeildrar uppbyggingar Kárahnjúkavirkjunar og má segja að þá hafi þessu einstaklega mögnuðu landsháttum verið drekkt í aurvatni Hálslóns, en mannvirkið hefur verið nefnt einhver stærsta mannlega framkvæmd Íslandssögunnar og um leið... umdeildasta.
  Gildi Kringilsárrana fólst ekki aðeins í einstæðum jarðminjum og gróðurfari, heldur einnig í því að það gróðurfar og skjól í þeim hluta hans, sem hallaði niður að Jöklu, tryggði tilveru dýranna, sem annars voru í útrýmingarhættu hér á landi.
  Sem lokaverkefni til útskriftar við Listaháskóla Íslands hef ég valið að semja tónlist við brot úr umræddri kvikmynd „Á Hreindýraslóðum“, bæði til að vekja athygli á þessum óafturkræfu áhrifum mannsins á náttúru, í þessu tilfelli vegna vatnsaflsvirkjanna, en einnig af persónulegum ástæðum, því afi minn, Eðvarð Sigurgeirsson, gerði þessa heimildarmynd. Eftir að kvikmyndin kom út árið 1944 ferðaðist nafni minn Eðvarð víðsvegar um landið og sýndi hana í skólum, leikfimisölum, samkomu- húsum og kvikmyndahúsum ásamt öðrum myndum sem hann hafði gert við miklar og góðar undirtektir. Hann hafði þann háttinn á þar sem kvikmyndin var þögul að annars vegar flytja með henni klassíska tónlist af 78 snúninga lakkplötum ásamt því að tala sjálfur með myndinni og skýra út eða réttar sagt hjálpa til með áhugaverðar upplýsingar, sem skreyttu kvikmyndasýninguna til muna.
  Mitt framlag með tónsmíðum þessum til lifandi flutnings við myndina er annars vegar að endurvekja þetta fallega verkefni og í leiðinni, setja í nýjum búning, en ekki síður að minnast afa míns, sem eins af frumkvöðlum kvikmyndagerðar á Íslandi og halda þannig kyndlinum á lofti.

Samþykkt: 
 • 23.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36426


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eðvarð Egilsson - Á Hreindýraslóðum Raddskrá A4.pdf3.95 MBOpinnRaddskráPDFSkoða/Opna
Eðvarð Egilsson - BA Greinargerð.pdf651.74 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna