is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36427

Titill: 
  • Jóhann Jóhannsson : hverfandi mörk hljóðhönnunar og tónlistar í kvikmyndum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Á undanförnum árum hefur hlutverk kvikmyndatónskáldsins tekið ákveðnum stakkaskiptum. Mörkin á milli tónlistar í kvikmyndum og hljóðhönnunar hafa smám saman fjarað út og nýjar aðferðir og möguleikar sprottið fram með þeim samruna. Í þessari ritgerð verður fjallað um áhrif Jóhanns Jóhannssonar, eins fremsta kvikmyndatónskálds síðustu ára, á þessa þróun. Jóhann var afkastamikið og metnaðarfullt tónskáld sem bjó yfir bæði sérþekkingu, gríðarmiklum áhuga og sköpunargáfu. Eitt af sérkennum hans var einmitt samþætt notkun aðferða og tækni tónsmíða og hljóðhönnunar. Í þessari ritgerð tekur höfundur saman heimildir um aðferðir Jóhanns í kvikmyndatónlist, svo sem allmörg viðtöl við Jóhann sjálfan en einnig viðtöl við samstarfsfólk og kvikmyndaleikstjóra. Höfundur skoðar hvaðan Jóhann sækir sín áhrif og hvernig hann skautar á mörkum hljóðhönnunar og tónlistar með segulbandsupptökum, óhefðbundnum hljóðfærum, nýstárlegri notkun mannsradda og margvíslegri stafrænni eftirvinnslu. Sérstaklega er tekin fyrir tónlist hans og tónsmíðaaðferðir í kvikmyndunum Prisoners (2013), Sicario (2015), Arrival (2016) og Mother! (2017). Jóhann átti stóran þátt í að stækka verksvið kvikmyndatónskáldsins með því að taka virkan þátt í kvikmyndagerðinni sjálfri og með því að stíga inn í hlutverk hljóðhönnuðar og stækka þannig hljóðheiminn. Arfleiðar hans gætir í verkum þekktra kvikmyndatónskálda dagsins í dag.

Samþykkt: 
  • 23.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36427


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Ritgerð - Eðvarð Egilsson .pdf639.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna