Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36442
Þessi rannsókn er eigindleg og byggir á viðtölum við einstaklinga sem eru eða hafa verið virkir þátttakendur í björgunarsveitum á Ísland. Viðtölin voru tekin með það að leiðarljósi að svara rannsóknarspurningu verkefnisins sem er eftirfarandi: „Hvað er það sem drífur björgunarsveitarmenn áfram?“ Tilgangur rannsóknarinnar er að athuga hvort að drifkraftur björgunarsveitarmanna sé lærð hegðun, eitthvað sem þeir nýti úr uppeldi sínu, úr nær samfélagi eða tengist persónuleika þeirra.
Rannsóknarefnið er skoðað út frá persónueiginleikum, félagslegum þáttum og íslensku samfélagi sem herlausu landi. Út frá hvata og þarfakenningum sem hafa áhrif á hegðun okkar og athafnir.
Helstu niðurstöður leiddu í ljós að þónokkuð var um sameiginlega þætti meðal þátttakenda í rannsókninni sem dæmi má nefna virkni, fórnfýsi, hjálpsemi og ævintýragirni. Þátttakendur nefndu að þeir væru félagsverur, ættu auðvelt með að kynnast fólki og hefðu gaman af krefjandi verkefnum og áskorunum. Í þessari rannsókn var ekki leitast eftir að kanna mismun á persónulegum þáttum hjá þátttakendum. Drifkraftinn sögðust þau sækja í útivist í náttúrunni til þess að uppfylla ævintýramennskuna sem blundar í mörgum. Einnig var í því samhengi nefnt mikilvægi þess að vera góð fyrirmynd fyrir aðra, læra eitthvað nýtt og mantran „að þora er að skora“ kom frá einum þátttakanda.
Lykilorð: Persónueiginleikar, björgun, samfélags ábyrgð og fórnfýsi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ArnaOmarsdottir_BA_Lokaverk.pdf | 1,56 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |