Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36452
Í ritgerð þessari verður fjallað um verkefni dómstóla við ákvörðun refsingar, heimildir dómara til að taka tillit til aðstæðna manns og framlagðra vottorða sérfræðinga um geðheilbrigði manna. Ritgerðin mun hefjast á stuttri umfjöllun um stefnubreytingu sem varð til þess að persónulegum högum og andlegu ástandi manns var veitt meira vægi í réttarframkvæmd. Því næst verður vikið að rannsókn sem þarf að fara fram áður en dómstólar taka ákvörðun um hvort refsa skuli manni fyrir refsiverða háttsemi. Í því skyni getur verið talin þörf á aðstoð sérfræðinga, oft á tíðum læknis eða sálfræðings til að meta persónulega hagi manns. Að þeirri umfjöllun lokinni verður farið yfir hvernig dómarar taka ákvörðun um refsingar og hvaða ólíku sjónarmið ráða för þegar refsing er ákvörðuð. Jafnframt verða skoðaðar mismunandi leiðir sem hægt er að fara í þeim efnum, þar sem verður einblínt á þau sjónarmið er snúa að þeim ákærða. Einnig verða sérstaklega skoðaðar þær refsiástæður sem geta komið til skoðunar, bæði lögmæltar og ólögmæltar, sem geta verið ákærða til málsbóta. Einnig þær refsiástæður sem geta haft áhrif til lækkunar refsingar. Öll umfjöllunin mun taka mið af því hvaða áhrif vottorð sérfræðinga hafa á ákvörðun til refsingar þar sem dómaframkvæmd íslensks réttar verður skoðuð til samræmis með það að markmiði að gefa skýrari mynd af umfjöllunarefninu. Í niðurlagi verða dregnar saman helstu niðurstöður og þau atriði sem mátti leiða í ljós með skrifunum. Þar sem helstu niðurstöður eru þær að dómarar horfi almennt til aðstæðna og persónulegra haga manns við ákvörðun refsingar sem leiðir oftast nær til vægari refsingar í dómaframkvæmd. Þó eru ríkar kröfur gerðar svo persónulegir hagir manns geti orðið til refsimildunar- og lækkunar.
This paper will discuss the tasks of the courts when determining sentences, the authorizations of judges to take the circumstances of the defendant into account and submitted certificates from experts regarding the mental health of a person. The beginning will start with a short discussion on a change in policy that led to the personal circumstances and mental condition of a person being given greater weight in case law. Thereafter needs to be made an investigation before the courts decide on whether a person should be punished for a punishable offence. Such consideration may require the assistance of experts, often a physician or psychiatrist, to assess the personal circumstances. Following this, an examination will be made of the way judges make decisions on punishments and what different views are deciding factors in the determination of a sentence. In addition, several different ways that can be taken are examined in this context, focusing on views as they relate to the defendant. An examination will also be made of the culpable circumstances that may be considered, both legal and illegal, which may be to the benefit of the defendant. Also, the culpable reasons that can have an effect of reducing the sentence. The paper will take into account what effects the certificates of experts have on the sentence passed as the Icelandic case law will be examined in light thereof with the goal of providing a clearer picture of the issue under discussion. The closing section will summaries the main conclusions and the issues. As the main conclusions are that judges commonly take account of conditions and the personal circumstances of persons when determining sentence, this lead most often to lesser sentences. Nevertheless, considerable demands are made as regards allowing the consideration of the personal circumstances of a person to reducing sentences.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Afbrotahegðun á sér skýringar.pdf | 464.18 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |