Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36457
Í þessari ritgerð leitast höfundur við að gera sér grein fyrir hvort það sé æskilegt að byggja borg frá grunni. Songdo í Suður-Kóreu er borg sem byggð var frá grunni og leit um tíma út fyrir að verða að draugaborg. Borgin var með það að markmiði að verða hátækniborg og er talin vera fyrsta snjallborg í heimi. Verður hún eitt aðal viðfangsefnið í ritgerðinni. Þekktar draugaborgir verða skoðaðar; Ordos Kangbashi í Kína og Nova Di Cidade í Afríku. Að lokum verður skoðað dæmi á Íslandi, Breiðholtið, þar sem það var risavaxið verkefni á sínum tíma miðað við bæjarmyndun hér á landi og hver hluti þess skipulagður sem heild. Miðað við núverandi þéttbýlisþróun er áætlað að 70% jarðbúa muni búa í bæjum eða borgum árið 2050. Stofnun nýrra borga er notað til þess að koma á móts við vöxt þéttbýlis og verið er að reisa fjöldann allan af nýjum borgum um allan heim. Að byggja borgir frá grunni er ekki nýtt fyrirbæri, Brasília í Brasilíu og Canberra í Ástralíu voru byggðar upp á síðustu 60 árum og þessar borgir hafa fengið mikla gagnrýni og hafa ekki virkað eins og af var stemt. Til að skoða borgarlífið í Songdo tók höfundur viðtal við Stephanie Coco Palermo sem vann í Songdo í átta mánuði. Leitað var af upplýsingum varðandi upplifun af borginni. Þetta viðtal skýrði margt varðandi borgarlífið. Kannað er hvort borg sem er byggð frá grunni nái þeim markmiðum að virka sem skildi. Niðurstöður benda til þess að nýjar borgir byggðar frá grunni munu ná þeim markmiðum að starfa sem borg á einhverjum tímapunkti, þrátt fyrir að margar hverjar geri það ekki í dag. Hvert og eitt þéttbýlisverkefni hefur sína eigin tímalínu og til að byrja með eru þessrar borgir taldar draugaborgir þar sem allar nýjar borgrir standa frammi fyrir sömu áskorunum, laða að fólk og fyrirtæki inn í borgirnar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Að byggja borg frá grunni.pdf | 1,19 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |