is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36460

Titill: 
  • Klikkaðir listamenn: Hvernig geðveikir nota sér listmeðferðir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður rannsakað fyrirbærið listmeðferð og hvernig fólk með geðsjúkdóma geta notfært sér listmeðferðir til að draga úr kvillum sínum. Listmeðferðir eru notaðar sem tól til að leyfa tilfinningum fólks með einhver geðeinkenni að frelsast. Spurningum verður svarað eins og til hvers að fara til listmeðferðafræðings í stað sálfræðings? Hverjar eru algengustu aðferðirnar í dæmigerðri listmeðferð? Hvernig er hægt að endurhæfa með listmeðferðum? Ég fékk þennan áhuga á listmeðferðum þegar ég sjálf fór í eina tegund af meðferð sem hjálpaði mér mjög í lærdómi og daglegu lífi. Hugtakið listmeðferð er ekki það gamalt en sálfræðingar á miðri tuttugustu öld fóru að taka eftir því þegar þeir fóru að bæta við list í prógrammið þeirra byrjuðu sjúklingarnir að ná bata hraðar en vanalega. Í ritgerðinni verður talað um listamenn sem hafa glímt við geðsjúkdóma og notast við þá í verkum sínum sem styrk, hvernig veikindin gera þá öðruvísi og sýna hvernig listmeðferðir og list yfir höfuð hafa hjálpað þeim við að takast á sínum kvillum. Það verður talað um hvernig litir geta gefið mikið í skyn um undirliggjandi tilfinningar. Bornir verða saman tveir listamenn sem eru báðir með geðsjúkdóma og hvernig og hvort það sé hægt að bera þá saman.

Samþykkt: 
  • 23.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36460


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Birgitta_Björt_Klikkaðir_listamenn.pdf1.14 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna