is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísinda- og lagadeild > Lokaverkefni í Félagsvísinda- og lagadeild (BA/BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36467

Titill: 
  • Samfélagsmiðlar í jafnréttisbaráttu : mikilvægi samfélagsmiðla í jafnréttisbaráttu á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var það að kanna mikilvægi samfélagsmiðla í jafnréttindabaráttu á Íslandi. Jafnréttindabarátta hefur verið áberandi á samfélagsmiðlum á Ísland, samtök af öllum toga á öllum þeim algengustu samfélagsmiðlum. Hafa samtök af hinum ýmsa toga sprottið upp á síðast liðnum árum sem eru fjölbreytt en eiga þau það þó mörg sameiginlegt að berjast fyrir jafnrétti í samfélaginu og jákvæðum breytingum. Það er því vert að skoða hvaða hversu mikilvægu hlutverki samfélagsmiðlar gegna í því samhengi. Í rannsókninni voru skoðuð fjögur starfandi jafnréttissamtök frá Íslandi. Talsmenn samtakanna voru fengnir í viðtal. Lagðar voru fram spurningar tengdar viðfangsefninu í eigindlegri rannsókn en notast var við hálf-opinn viðtalsramma þar sem leitast var eftir því að fá túlkun og innsýn viðmælenda varðandi viðfangsefnið. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu það í ljós að draga má þá ályktun að samfélagsmiðlar séu mikilvægir í jafnréttindabaráttu á Íslandi. Gríðarlegt magn af Íslendingum halda sig á samfélagsmiðlum og því er það greið leið til þess að ná til mikils fjölda einstaklinga samfélagsins. Því geta samfélagsmiðlar virkað sem nokkurskonar brú á milli málefnis og almennings.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of the study was to explore the importance of social media in the euqual-rights activism in Iceland. Social media activism has been prominent in Iceland in the recent years, all kinds of organizations on the most popular social media platforms. Various organizations have emerged in the last few years that are diverse, yet they have that in common to fight for equality in society and positive change. It is therefore worthwhile to examine the importance of social media in this context. The study examined four working equality organizations from Iceland and the organization's spokesmen were interviewed. Questions related to the subject were asked in a qualitative study but a semi-open interview frame was used in which the interpretation and insight of the interviewee was sought regarding the subject. The results of the study revealed that it can be concluded that social media are important in the fight against equality in Iceland. A huge amount of Icelanders are active on social media and therefore it is a good way to access a large number of community members. Therefore, social media can act as a kind of bridge between issues and the public.

Samþykkt: 
  • 23.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36467


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SteinunnOsk_BA_lokaverk.pdf366.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna