en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/36468

Title: 
  • Title is in Icelandic Lyfjaform fyrir börn: Ivermectin, notkun þess gegn SARS-CoV-2?
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Ivermectin er lyf sem kom fram á sjónarsviðið á áttunda áratugnum. Upphaflega var lyfið einkum notað gegn ormasýkingum í dýrum en fljótlega sýndi það sig að það reyndist áhrifaríkt og öruggt gegn ýmsum sýkingum í mönnum s.s. árblindu. Með tímanum hefur síðan komið í ljós að lyfið verkar gegn mörgum öðrum sjúkdómum og er bæði auðvelt í meðförum og með litlar aukaverkanir. Lyfið hefur þó ekki verið gefið börnum yngri en 5 ára. Þessi aldurshópur er því ekki með nein úrræði þegar kemur að sýkingum t.d. af völdum Onchocerca volvulus ormsins sem orsakar árblindu hjá þeim sem smitast af þessum sníkli.
    Upprunalega markmiðið var að útbúa nokkrar tillögur að lyfjaformum og viðeigandi skammtastærðum sem hentar börnum yngri en 5 ára. Nýrri rannsóknir sýna fram á að lyfið er öruggt í notkun fyrir börn og því nauðsynlegt að þróa og geta boðið upp á lyfið í heppilegu lyfjaformi fyrir þau. Tekin var ákvörðun um að reyna að hanna nefúða sem innihaldur lyfið ivermectin.
    Leysanleiki lyfsins er mjög lítill og kom í ljós að til að hægt væri að útbúa nefúða, þyrfti að auka leysanleika þess um allt að 1000 falt. Því voru skoðaðir nokkrir mismunandi leysar og í mismunandi blöndum til að athuga hvort það gæti verið heppilegt sem nefúðaform. Nokkrar blöndur voru kannaðar og eftirfarandi próf gerð: Dreifing í nefholi, mucinpróf og úðapróf.
    Enn eru að koma fram ný not fyrir lyfið og það nýjasta er að in vitro rannsóknir í Ástralíu benda til að ivermectin gæti gagnast í baráttunni gegn SARS-CoV-2 veirunni sem er orsakavaldur COVID-19 faraldursins

Accepted: 
  • Jun 23, 2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36468


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ivermectin-EVR-Lokaskil.pdf1,85 MBOpenComplete TextPDFView/Open
Skemman_Esther_Viktoria_Ragnarsdottir.pdf26,35 kBLockedComplete TextPDF