Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36469
Í ritgerð þessari er farið yfir bakgrunn og rýndar helstu lagareglur sem gilda um innkaup veitufyrirtækja, sérstaklega varðandi val bjóðenda og mat tilboða og að hvaða leyti reglurnar eru frábrugðnar þeim sem almennt gilda um opinber innkaup.
Lagaumgjörð opinberra innkaupa breyttist mikið við aðild Íslands að EES-samningnum, en í kjölfar þess þurfti að aðlaga hana að tilskipunum ESB á þessu sviði. Núgildandi tilskipanir sem innleiddar voru með lögum nr. 120/2016 um opinber innkaup og veitureglugerðinni nr. 340/2017 eru útboðstilskipun 2014/24/ESB og veitutilskipunin 2014/25/ESB. Þessar tvær tilskipanir eru hliðstæðar og um flest líkar, en þó eru reglur veitutilskipunarinnar heldur sveigjanlegri. Ástæðuna má rekja til þess að í ríkjum ESB eru veitufyrirtæki ýmist í opinberri eigu eða einkaeigu og ekki hefur þótt eðlilegt að láta eins strangar reglur gilda um einkafyrirtæki eins og hið opinbera. Eftir að orkutilskipanir ESB voru innleiddar hafa sum íslensk veitufyrirtæki einnig verið einkavædd að einhverju eða öllu leyti og ný fyrirtæki í einkaeigu verið stofnuð sem sinna framleiðslu og sölu rafmagns.
Val bjóðenda og mat tilboða í innkaupum veitufyrirtækja er háð fyrirmælum löggjafarinnar sem byggir á veitutilskipuninni, sem eru að mestu hliðstæð reglum um val bjóðenda og mat tilboða almennt í opinberum innkaupum. Þó hafa veitufyrirtækin meira frelsi um val á innkaupaferlum og útboðsskylda þeirra er einnig mun takmarkaðri. Val bjóðenda og mat tilboða þurfa þó ávallt að grundvallast á markmiðum löggjafarinnar um hagkvæmni og virka samkeppni og meginreglum um jafnræði, gagnsæi, meðalhóf og bann við mismunun.
The goal of this essay is to examine the legal framework for utilities procurement in comparison to public procurement, specifically regarding the award procedure.
After the EEA Agreement entered into force, the legal framework in Iceland for public procurement changed radically, resulting from the requirement to adapt to the EU directives for public and utilities procurement. The current directives 2014/24/EU for public procurement and 2014/25/EU for utilities procurement are very similar, although the utilities directive is rather more flexible. The reason is mainly that utilities throughout Europe are either privately or publicly owned and the EU saw fit that private enterprises should not be regulated as strictly as public ones. In recent years, some utilities in Iceland have also been partly or fully privatised resulting from EU directives.
The award procedure in utilities procurement must follow the legal framework based on the requirements in the utilities procurement directive which is in most parts the same as for public procurement. However, the utilities have more flexibility when choosing the procurement procedure and their obligation to publish tenders is much more limited. Regardless of whether tenders are published or not, utilities as well as public entities must always respect the general principles of equal treatment, non-discrimination, transparency and proportionality, as well as the overall goals for efficiency and open and fair competition.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ArnhildurAsdisKolbeins_ML_lokaverk.pdf | 1.16 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |