is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3647

Titill: 
  • Skipulagsbreytingar í heilbrigðisþjónustu : nýtir heilbrigðisráðuneytið breytingastjórnunarfræðin
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessa verkefnis eru þær skipulagsbreytingar sem þáverandi heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson boðaði á heilbrigðisstofnunum landsins í janúar 2009. Áætlaðar breytingar snerust annars vegar um breytingar á starfsemi stofnana á suðvesturhorni landsins og hins vegar um sameiningar stofnana á landsbyggðinni. Tilgangur verkefnisins var sá að rannsaka hvort heilbrigðisráðuneytið nýti sér aðferðir breytingastjórnunar við skipulags-breytingar á heilbrigðisþjónustunni.
    Rannsóknin fjallar einkum um þær breytingar sem verða áttu á suðvesturhorninu þar sem þær mættu gríðarlegri andstöðu og þótti höfundi áhugavert að kanna hvernig staðið var að þeim með tilliti til breytingastjórnunarfræðanna. Rannsóknarhluti ritgerðarinnar fólst í því að tekin voru viðtöl við leiðtoga breytinganna, það er að segja starfsfólk og ráðgjafa heilbrigðisráðuneytisins og stjórnendur viðkomandi stofnana. Til samanburðar er fjallað um átta þrepa breytingastjórnunarferli sem John P. Kotter setti fram og mat lagt á það hvernig vinna við breytingarnar féll að því ferli.
    Helstu niðurstöður eru þær að vinna heilbrigðisráðuneytisins fellur vel að átta þrepa breytingastjórnunarferli Kotters þó að ýmsu sé ábótavant. Helst má gagnrýna hraða breytinganna og það að starfsfólk stofnana sem um ræðir hafði lítið að segja af undirbúningsvinnunni sem kristallast í mikilli andstöðu sem breytingarnar mættu. Hraðinn skapaðist hins vegar af ástandinu í þjóðfélaginu á þessum tíma, fjármálahruni og í kjölfarið kröfu um niðurskurð í heilbrigðisráðuneytinu.
    Verkefnið leiðir í ljós að heildarstefnumörkun í heilbrigðismálum þjóðarinnar sé nauðsynleg og óviðunandi að stjórnendur heilbrigðisstofnana megi eiga von á breyttum áherslum heilbrigðisráðuneytisins í hvert sinn sem nýr stjórnmálaflokkur tekur þar við völdum

Samþykkt: 
  • 23.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3647


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hrefna_gudmundsdottir_fixed.pdf913.96 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna