is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36471

Titill: 
  • Músík undir markísunni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er leitast við að varpa ljósi á söguna á bak við hið einkennandi yfirbragð sem margir þekkja úr franskri tónlist. Á hverju er það byggt, og er eitthvað til í því? Þegar þeirri spurningu er varpað fram hvað það sé sem einkenni franska tónlist og tónlistarhefð kemur fljótt í ljós að það viðkemur mörgum þáttum, bæði samfélagslegum, menningarlegum og pólitískum. Það verður leitast við að finna frönsk einkenni í tónlist seinni ára, og athugað hvernig Frakkar hafa útfært erlendar tónlistarstefnur á sinn máta. Þegar leitað er að ákveðnum „franskleika“ í tónlist er það í eðli sínu óræður eiginleiki sem leitað er að og það er ómögulegt að komast hér að endanlegri niðurstöðu. En það verður engu að síður leitast við að skoða nokkrar hliðar málsins og öðlast einhverja yfirsýn yfir það hvaða þýðingu það hefur að tónlist hljómi frönsk. Með þetta fyrir augum er notast við upplýsingar úr bókum, greinum og ritgerðum sem varpa ljósi á efnið. Ljóst er að tónlistarhefðirnar sem tengjast musette og chanson eiga stóran þátt í að skapa hið þekkta franska yfirbragð. Einnig léku tónskáld sem uppi voru um aldamótin 1900 stórt hlutverk í að skapa sérstakan franskan hljóm. Það eru mörg dæmi um að í franskri tónlist seinni ára sé notast við þennan tónlistararf og það er meðal þess sem lætur hana gjarnan hljóma franska.

Samþykkt: 
  • 23.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36471


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Músík undir markísunni.pdf622.81 kBLokaður til...31.12.2139HeildartextiPDF