is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36474

Titill: 
  • Áhrifaþættir og viðhorf íslenskra kvenna til stafrænna matvörukaupa
  • Titill er á ensku Consumer behavior and online grocery shopping among women in Iceland
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar rannsóknar eru stafrænar matvöruverslanir, neytendahegðun og viðhorf íslenskra kvenna til matvörukaupa á netinu. Markmiðið er að varpa ljósi á viðhorf og upplifun íslenskra kvenna til stafrænna matvöruverslana þar sem leitast verður við að svara tveimur rannsóknarspurningum sem settar voru fram til að leggja mat á hvaða þættir það eru sem hafa helst áhrif á að íslenskar konur kaupi matvöru í netverslun eða ekki. Jafnframt er þróun og einkennum stafrænna matvöruverslana á Íslandi gerð ítarleg skil. Rannsóknin er byggð á blandaðri aðferðafræði eigindlegra og megindlegra rannsóknaraðferða þar sem greindar eru niðurstöður viðtala við sex íslenskar konur með reynslu af matvörukaupum í netverslun sem og niðurstöður spurningakönnunar sem lögð var fyrir íslenskar konur á matvörumarkaði. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að íslenskar konur eru almennt séð jákvæðar í garð stafrænna matvöruverslana og telja það líklegt að slík kaup verði gerð í auknum mæli í framtíðinni. Þá sýna niðurstöðurnar jafnframt að íslenskar konur með reynslu af matvörukaupum á netinu leitast eftir auknum þægindum, tímasparnaði og heimsendingu á matvöru þegar þær stunda viðskipti við stafrænar matvöruverslanir. Hins vegar kom í ljós að meira en helmingur þeirra sem hafa keypt matvörur í netverslun eru ekki reglulegir viðskiptavinir stafrænna matvöruverslana. Ástæðu þess mætti rekja til þeirrar niðurstöðu að íslenskum konum finnst yfirleitt auðveldara að fara í hefðbundna matvöruverslun sem og að þeim finnst ákveðin áhætta felast í því að kaupa ferskvörur í gegnum netið. Þessir tveir þættir eru ráðandi þegar ástæður þess af hverju íslenskar konur kaupa ekki matvöru í netverslun voru greindar. Þá sýna niðurstöður rannsóknarinnar einnig að íslenskar konur byrja að versla matvöru í gegnum netverslanir þegar óvæntir ytri þættir koma í veg fyrir að hægt sé að versla í hefðbundinni matvöruverslun. Þetta fékkst staðfest í þeim óvæntu aðstæðum sem áttu sér stað í samfélaginu er þessi rannsókn fór fram, en eftirspurn eftir matvöru í netverslunum á Íslandi margfaldaðist í kjölfar Covid-19 á vormánuðum 2020.

  • Útdráttur er á ensku

    The online grocery industry has grown dramatically in the last couple of years but the development of online grocery stores in Iceland has been slower comparing to other western countries. Therefore, the main academic research subject of this thesis is consumer behavior in the online grocery market among women in Iceland. Limited research is available on the online grocery market in Iceland which is why the purpose of this research is to examine the attitudes and factors that have a potential impact on women and their online grocery shopping. Furthermore, the development of the online grocery market in Iceland will be discussed and analyzed. This study is based on a mixed research methology of qualitative and quantitative research methods. The qualitative research focused on women with experience in online grocery shopping where six women took part in semi-structured interviews. To collect data from women in the Icelandic retail market a quantitative study was conducted using an online survey where data from 250 participants was analyzed. The results suggest that women in Iceland generally hold rather positive attitudes toward online grocery and that women with experience in online shopping seek increased convenience, time saving and home delivery of groceries. However, the research also shows that those with experience will unlikely become regular customers with online grocery stores. This could be attributed to the conclusion that women in Iceland generally find it easier to go to a traditional retail store and that they find a certain risk of buying fresh products online. The result also showed that situational factors, such as developing health problems or having a baby, influence the adoption of online grocery shopping.

Samþykkt: 
  • 23.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36474


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FanneySkuladottir_MS_lokaverk.pdf2.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna