is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36478

Titill: 
  • Grænn, grænni, grænastur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Grænn er litur náttúrunnar – en það er ekki allt og sumt. Í þessari ritgerð er fjallað um græna litinn út frá sögu hans, notkun í dag og hvernig hann er nýttur í viss merki (e. logo). Skoðað er hvernig liturinn hefur fengið mismunandi þýðingar og hvernig hann hefur verið túlkaður í gegnum söguna, hvernig jákvæðar og neikvæðar vísanir hans hafa litað tilfinningar fólks og menningu. Í upphafi er rætt um hvernig græni liturinn var túlkaður og notaður af Forn-Grikkjum og Rómverjum. Dæmi eru rakin um notkun og upplifun manna á grænum frá mismunandi tímabilum sögunnar fram á okkar daga.
    Grænn hefur fengið á sig bæði góðan og slæman stimpil, verið í miklum metum hjá háttbornum einstaklingum, af og til – en einnig hefur hann verið óvinsæll. Á miðöldum var hann túlkaður sem litur gróðurs og lifandi náttúru, litur heilbrigðis, ásta og ungdóms. En hann stóð líka fyrir hið slæma, eins og djöfla, nornir og eitur, afbrýðisemi, öfund og græðgi. Þegar fram leið fór græni liturinn einnig að tákna stöðugleika, ró, ferskleika – hann tengdist heilsu, hollustu, náttúruvernd og grósku, svo nokkuð sé nefnt.
    Orðið náttúruvernd er nokkuð algengt í samfélagi nútímans og grænn er táknlitur hennar. Stjórnmálaflokkar, fyrirtæki, samtök áhugamanna um málefni náttúrunnar, allir þeir sem vilja leggja áherslu á náttúruvernd vilja hafa grænan lit sem sitt auðkenni. Vörumerkjum er breytt, umbúðir endurhannaðar, auglýsingar og plaköt prentuð, allt til að fyrirtæki eða félög geti tengt sig við litinn og það sem hann vísar til. Afturhvarf til heilbrigðari og náttúrulegri lifnaðarhátta eru efst á baugi í menningu okkar í dag og þar er grænn litur allt um lykjandi.

Samþykkt: 
  • 23.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36478


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Grænn, grænni, grænastur FinnurMatteoBettaglio.pdf1.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna