en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Iceland University of the Arts > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/36484

Title: 
 • Title is in Icelandic Samkennsla á grunnstigi píanónáms : viðhorf píanókennara á vettvangi
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Hljóðfærakennsla hefur tekið á sig margar myndir í gegnum aldirnar. Kennslan einkenndist af einkakennslu framan af. Það var ekki fyrr en við upphaf 19.aldar að fyrsta hópkennslukerfið var stofnað á Írlandi. Kerfið hafði þann tilgang að koma fleirum nemendum að auk þess sem fjárhagslegur ágóði lá að baki.
  Fyrsti tónlistarskólinn á Íslandi sem enn er starfandi var stofnaður árið 1930, Tónlistarskólinn í Reykjavík. Við hann var sett á laggirnar tónlistarkennaradeild árið 1961 sem var lögð niður árið 2001. Árið 2013 var hljóðfærakennsludeild stofnuð í Listaháskóla Íslands. Umgjörð tónlistarkennslunnar hefur verið mótuð með námskrá sem tónlistarskólar starfa eftir. Á Íslandi var gefin út Aðalnámskrá tónlistarskólanna árið 2000 og síðar hljóðfæranámskrár.
  Við undirbúning ritgerðar var gerð könnun á viðhorfi starfandi píanókennara til samkennslu á grunnstigi píanónáms. Stuðst var við aðferðafræði eigindlegra rannsókna þar sem spurningalisti var saminn. Alltaf var stuðst við sama spurningalistann.Viðtöl voru tekin við fjóra einstaklinga sem eiga það sameiginlegt að hafa verið starfandi píanókennarar á Reykjavíkursvæðinu. Einstaklingsviðtölin voru hljóðrituð og nafnleyndar gætt. Lengst af hafa þrír af þessum fjórum píanókennurum kennt í einkatímum en aðeins einn þeirra hefur aðallega kennt samkennslu. Þessir þrír sem hafa notast við einkakennsluformið hafa þó einhvern tímann á þeirra kennsluferli kynnst samkennsluforminu en sá reynslutími var aðeins eitt ár.
  Úr viðtölunum komu fram nokkur lykilhugtök: félagslegt gildi, faglegar forsendur, virk hlustun og viðhorf gagnvart samkennslu. Undirhugtök voru samkeppni nemenda, hagsmunir kennslunnar, sparnaðarúrræði tónlistarskóla og að samkennsla aftengdi ríkjandi venjur.

Accepted: 
 • Jun 23, 2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36484


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaritgerð - Samkennsla - Guðný Charlotta.pdf598.7 kBOpenComplete TextPDFView/Open