is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36485

Titill: 
  • Líkamssmánun í myndmáli
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Nýlega hefur færst í aukana að nota fyrirsætur í yfirstærð í auglýsingaefni, sem svar við áralöngu tímabili af auglýsingum þar sem aðeins grannar fyrirsætur sjást. Samhliða því hafa útlitsstaðlar breyst frá ofur grönnu Barbie dúkkunni yfir í kyntáknið Kim Kardashian. Einnig hefur staðsetning auglýsingarinnar breyst frá því að sjást einungis á ljósvakamiðlum og í umhverfi borgarskipulags en nú sjást þær einnig á samfélagsmiðlum. Þeir sem birta auglýsingar á samfélagsmiðlum eru það sem í daglegu tali kallast áhrifavaldar. Þeir mynda falskt persónulegt samband við áhorfandann og fyrirtæki borga áhrifavaldinum fyrir að mæla með söluvöru eða þjónustu sinni. Í þessari ritgerð er rýnt í eftirfarandi þróun á auglýsingunni, greindir eru þrír mismunandi flokkar af auglýsingum sem nota kvenlíkamann sem sölutól, og auglýsing tekin fyrir úr hverjum flokki. Perfect body sem undirfatafyrirtækið Victoria’s Secret gaf út árið 2014, Body Hero sem snyrtivörufyrirtækið Glossier gaf út árið 2017 og auglýsingaherferð Skims sem Kim Kardashian West gaf út árið 2019. Greint er hvernig þær senda skilaboð sín og hvaða áhrif þær hafa. Í tilraun til að greina hvernig auglýsingin sendir skilaboð verður stuðst við greiningaraðferð Judith Williamson sem hún notar í bók sinni Decoding Advertisements. Stuðst er við bók Naomi Wolf, Beauty Myth, til að styðja hugmyndir um hvaða áhrif slíkar auglýsingar hafa á samfélagið. Auk þess voru tekin viðtöl við þrjár konur til að tengja viðfangsefnið við íslenskt samfélag. Út frá greiningu á auglýsingunum og skilaboðum þeirra var niðurstaðan sú að hægt er að setja siðferðislegt spurningarmerki við þessa þróun auglýsinga og útlitsstaðla. Slíkar auglýsingar stuðla að heilsuskaðandi leiðum að þyngdartapi og slæmri sjálfsmynd. Í gegnum orðræðugreiningu kemur í ljós að Body Hero auglýsingin ýtir undir þá hugmynd að feitir líkamar séu óæskilegir. Það er ekki lengur hægt að flýja auglýsingar, þær eru samofnar inn í „samskipti“ við átrúnaðargoðin sem neytandandinn sér sem fyrirmynd sína. Þar af leiðandi eru auglýsingarnar orðnar faldari og erfiðara er að gera sér grein fyrir hvort um auglýsingu er að ræða eða ekki. Auglýsingin er uppfull af loforðum um vöruna sem hún uppfyllir ekki, því varan er einungis hlutur en loforðin hljóða oft upp á fegurð, aukið sjálfstraust eða að vera samþykkt af samfélaginu.

Samþykkt: 
  • 23.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36485


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Likamssmanun_i_myndmali.pdf728.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna