is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36487

Titill: 
  • Lögmál hins lífræna gangverks
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þróun í átt til þess óræða lýsir ágætlega vinnu minni undanfarin misseri. Listsköpun mín er hlutbundin og formræn með breiðan grunn í áþreifanlegum heimi. Lífræn formin eiga rætur í líkamann og náttúruna um leið og þau eru formlaus og órekjanleg til þekktra fyrirbæra. Skúlptúrar sem verða til í vinnuferlinu án ákveðins upphafs annars en þess sem felst í handverkinu, efninu og líkama mínum. Hugmyndir mínar um heiminn, fræðileg þekking og tæknileg kunnátta hafa áhrif á vinnuferlið og niðurstöðuna. Ég bý til aðstæður þar sem rúm er fyrir tilviljanir. Ákvarðanir og viðbrögð mín við því sem gerist í vinnuferlinu eiga upptök í undirmeðvitundinni. Tilviljanirnar byggja bæði á undirmeðvitundinni og því hvernig efnið bregst við aðstæðunum og eru þannig í samræmi við hugmyndir Georg Brecht um tilviljanir í listum. Efniviðurinn er að mestu móher silkigarn, ofið efni og steypa. Ég hekla form og fylli í mismiklum mæli með steinsteypu. Formin móta ég með mismunandi leiðum í heklinu og skeyti ofna efninu við. Til þess að rannsaka listræna vinnu mína bar ég hana saman við vinnuaðferðir listamannanna Margrétar H. Blöndal, Önnu Rúnar Tryggvadóttur, Ásmundar Ásmundssonar, Franz Erhard Walther, Robert Morris og Annette Messager. Óræðnin felst í því að vera frjáls að því að vinna út frá fyrirfram mótaðri hugmynd eða líkani af ákveðnum heimi, hugmyndir og líkön fæðast í vinnuferlinu.

Samþykkt: 
  • 23.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36487


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðrun_MA thesis skil 20.04.2020.pdf5.87 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna