is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36489

Titill: 
  • Fornar tónlistarhefðir á Norðurslóðum: Samar, jojk og menningarnám
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað stuttlega um norrænan menningararf í tónlist, hvernig hann birtist hlustendum og staðalímyndir sem eru viðhafðar um norrænt tónlistarfólk. Út frá menningararfi verður svo fjallað um menningarnám og merkingu þess. Aðaláherslan verður á Sama, landlausa þjóð og einu frumbyggja Skandinavíu, og þeirra menningararf í tónlist. Farið verður yfir sögu þeirra og raunir í samskiptum við aðrar þjóðir Skandinavíu, en Samar hafa eins og ýmsir aðrir frumbyggjar í heiminum verið afar kúgaðir af nágrönnum sínum. Skoðað verður hvernig það hefur haft áhrif á sjálfsmynd þeirra sem þjóðar og hversu stórt hlutverk menningararfur þeirra í tónlist spilar í þjóðarsál þeirra. Jojk, sönghefð Sama, verður skoðuð sérstaklega og farið yfir hvað það er og hvaða hlutverki það gegnir í menningu þjóðarinnar. Rannsakað verður hvernig samískt nútímatónlistarfólk notar jojk í tónlist sinni og hvaða þýðingu jojkið hefur fyrir það. Einnig verður farið yfir hvernig annað tónlistarfólk sem ekki er Samar verða fyrir áhrifum úr samískri tónlistarhefð og hvernig jojki hefur verið blandað inn í vestræna dægurmenningu, til dæmis í sjónvarpsþáttum í Noregi og Svíþjóð, og í Disneymyndinni Frozen. Viðhorf tveggja samískra kvenna gagnvart því að tónlistarfólk sem ekki er Samar læri að jojka eða noti jojk í tónlist sinni verður að lokum skoðað út frá hugmyndum um menningarnám.

Samþykkt: 
  • 24.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36489


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Tónsmíðar Gunnhildur Birgisdóttir.pdf235.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna