is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36498

Titill: 
  • Hljómleikur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Hljómleikur er kennslubók í ukulele- og hljómborðsleik fyrir byrjendur og er hluti af lokaverkefni höfundar við LHÍ vorið 2020. Bókin er hugsuð sem söngeflandi námsefni og þá helst fyrir miðstig grunnskóla eða forskóladeildir tónlistarskóla. Er hvatt til þess að lögin í henni séu sungin jafnframt því að leika hljómana við textana. Í þessari ritgerð er vinnuferlinu við úrvinnslu Hljómleiks lýst og hugmyndin að bókinni sett í fræðilegt samhengi.
    Í rannsóknarhluta ritgerðarinnar er undirbúningsferli bókarinnar rakið, en hún vannst að nokkru leyti samhliða starfendarannsókn höfundar. Gerð var forkönnun á því hvort þörf væri fyrir efnið, leitað var álits nokkurra tónmenntakennara og fjórir utanaðkomandi aðilar nýttu frumdrög að efninu í kennslu að einhverju marki.
    Nótur eru ekki kenndar í bókinni heldur eru einungis textar uppgefnir og bókstafshljómar gefnir við textana. Bókin er alíslensk, með textum við íslensk lög og gengið er út frá því að allflestir kunni þau vel þannig að þeir sem nýti hana geti einbeitt sér að hljóðfæraleiknum. Þeirri hugsun má að einhverju leyti líkja við hugmyndir að baki móðurmálsaðferð Suzukis. Gengið er út frá því að almennir kennarar geti nýtt bókina til kennslu en í ritgerðinni eru hugmyndir Alison Daubney um að ákveðin hámenningarskilgreining innan vestræns tónlistarmenningarheims hamli því að almennir kennarar kenni tónlist ræddar, en þeir kenna ýmsar aðrar greinar án þess að hafa til þess sérfræðiþekkingu. Einnig er fjallað um nokkrar fræðilegar rannsóknir sem tengjast stöðu tónmenntakennslu á Íslandi og þá helst með tilliti til útgáfu námsefnis í tónmennt í gegnum árin. Frá árinu 1974 og framundir lok síðustu aldar var lítil endurnýjun á kennsluefni fyrir greinina og þá sérstaklega fyrir miðstig. Tónlist er orðin stór þáttur í gjaldeyrissköpun þjóðarinnar en tónmenntakennurum hefur þrátt fyrir það fækkað í grunnskólum, barnakórum fækkar og söngur barna virðist almennt vera að minnka sem er áhyggjuefni.

Samþykkt: 
  • 24.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36498


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hljómleikur - Ritgerð til MA-prófs í Listkennsludeild LHÍ.pdf479.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Hljomleikur - Námsefni.pdf14.06 MBLokaður til...12.06.2070NámsefniPDF