is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/365

Titill: 
  • Hugmyndir úr samtímanum um karlímyndir og karlmennsku
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Þessi rannsókn beindist að hugmyndum um karlímyndir og karlmennsku í samtímanum. Innan rannsóknarinnar voru bæði hugmyndir ýmissa fræðimanna og vettvangsrannsókn sem skiptist í fjóra þætti. Í fyrsta lagi voru það hugmyndir kvenna um karlímyndir og karlmennsku, sem skiptist í hugmyndir kvennatímarita og viðtöl við 14 konur á aldrinum 16 til 59 ára. Í öðru lagi voru tekin ítarlegri viðtöl við átta karlmenn frá 17 til 62 ára, þar sem spurt var um viðhorf þeirra til umfjöllunarefnisins. Þriðji þátturinn fólst í athugun á karlímyndum í sjónvarpsþáttum og fjórði og jafnframt sá síðasti var könnun á hvers konar karlímyndir birtast í vinsælum barnabókum. Í fyrri hluta ritgerðarinnar er fjallað um hugmyndir fræðimanna um karlímyndir og karlmennsku. Einnig er hetjan sem ímynd tekin sérstaklega fyrir, ýmsar staðalímyndir í dægurmenningu skoðaðar og hin íslenska karlímynd skoðuð með hliðsjón af Íslendingasögunum. Rannsóknin leiddi í ljós að hugmyndir um karlmennsku eru langt frá því að vera einsleitar. Ýmislegt sameiginlegt kom þó í ljós við samanburð á viðtölunum og fræðilegri umræðu. Eins voru hugmyndir karla og kvenna ekki svo ólíkar. Það kom í ljós að karlmennirnir sem tóku þátt í rannsókninni urðu allir fyrir einhverjum áhrifum af útbreiddum karlímyndum samfélagsins. Karlímyndir í sjónvarpsþáttum eru af ýmsum gerðum og er því líklegt að flestir karlmenn geti samsamað sig einni af þeim. Karlímyndir barnabókanna hafa flestar að bera mikið af dyggðum sem hægt er að tengja hugtakinu karlmennska og eru yfirleitt hugdjarfar hetjur.

Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/365


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
karlimyndir.pdf287.72 kBOpinnHugmyndir úr samtímanum um karlímyndir og karlmennsku - heildPDFSkoða/Opna