is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3650

Titill: 
  • Hún átti sér drauma, vonir og þrár
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Útdráttur
    Í þessari ritgerð er fjallað um ævi alþýðukonunnar og skáldkonunnar Ólínu Jónasdóttur frá Fremri-Kotum í Akrahreppi í Skagafirði sem fædd var árið 1885. Markmiðið var að varpa ljósi á lífshlaup og aðstæður Ólínu. Víða var leitað fanga í heimildaleit. Mikið var stuðst við bók Ólínu, Ef hátt lét í straumnið Héraðsvatna, en einnig var stuðst við prentað og óprentað efni sótt í Héraðsskjalasafn Skagafjarðar, viðtal var tekið við Jón, son Ólínu, ásamt því að rætt var við fólk sem þekkti til sögu hennar. Sagt er frá uppvaxtarárum Ólínu á Kúskerpi þar sem hún var í fóstri hjá hjónunum Kristrúnu Hjálmsdóttur og Ólafi Hallgrímssyni, frá tíu eða ellefu ára aldri fram að fermingu. Á Kúskerpi bjó Ólína við mikið harðræði og gætti mikils skilningsleysis húsráðenda gagnvart áhugamálum og ástríðu hennar svo sem skáldskaparins.
    Helstu niðurstöður voru að aðstæður hennar sem fósturbarns voru almennt ekki verri en gerðist meðal fósturbarna um aldamótin 1900. Ennfremur kom glögglega í ljós að hún hefur verið óvenju sterk kona sem bognaði en brotnaði ekki þrátt fyrir mörg og mikil áföll. Á ævi sinni varð Ólína fyrir miklum áföllum, bæði sem barn á Kúskerpi og sem fullorðin manneskja. Ólína missti mann sinn, Hall Jónsson, í Héraðsvötnin eftir aðeins tveggja ára sambúð, en þá var sonur þeirra á fyrsta árinu. Vegna heilsubrests þurfti hún síðar á ævinni að flytjast úr sveitinni sinni á Sauðárkrók og skiljast þar með við son sinn, en hann bjó áfram í Akrahreppi. Á Sauðárkróki bjó hún allt til æviloka. Ólína lést 29. ágúst 1956 og var jarðsett í kirkjugarðinum á Miklabæ í Akrahreppi.

Samþykkt: 
  • 23.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3650


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.pdf2.21 MBLokaðurHeildartextiPDF