Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36501
Are Icelandic students using the Icelandic Student Loan Fund?
Í verki þessu er leitast eftir að svara því hver staða Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) er vorið 2020 og reynt að fjalla um hana í samhengi við tölur um íslenska námsmenn. Þannig hafa sögulegar tölur um fjölda lánþega og fjölda námsmanna verið skoðaðar í samhengi við heildarveitingu námslána eftir árum. Til að ná áreiðanlegum samanburði hefur heildarveiting námslána verið framreiknuð miðað við meðaltal vísitölu neysluverðs ársins 2018. Sá annmarki er þó á gögnunum að stundum vísa þau til almanaksára og stundum til námsára, en þó gagnast þau til að sýna sögulega þróun. Sömuleiðis er stöðu námsmanna vorið 2020 gerð stutt skil, en á þeim tíma þegar unnið er að frágangi þessarar ritgerðar búa íslenskir námsmenn við mikla óvissu um eigin efnahagslegu framtíð sökum heimsfaraldurs COVID-19 og atvinnuleysis í samfélaginu í kjölfar faraldursins.
Þróunin hefur verið á þá leið að færri og færri taka lán frá LÍN og hefur sú þróun verið sérstaklega hröð frá árinu 2013. Bendir að ákveðnu leyti til þess að þar sé um ákveðinn ímyndarvanda stofnunarinnar að ræða gagnvart námsmönnum – bæði kom skýrt fram í könnun sem LÍN lét gera að fáir litu á LÍN sem fyrirmyndarstofnun og sömuleiðis styðja einstakar sögur námsmanna við þær niðurstöður. Þar að auki hefur mennta- og menningarmálaráðuneytið lagt áherslu á að breyta nafni sjóðsins með nýju frumvarpi um námslánasjóðskerfið íslenska – en nafnið Lánasjóður íslenskra námsmanna er rótgróið, frá árinu 1961, og því ólíklegt að tilefni þætti til breytinga ef ekki væri til að breyta ímynd sjóðsins. Hlutfall lánþega af heildarnemendafjölda, þá bæði íslenskra námsmanna erlendis og nemenda í íslenskum háskólum, hefur hrunið á undanförnum árum og var komið niður í 35,97% námsárið 2016-2017, úr 57,59% námsárið 2012-2013, sem var sögulega eðlilegt hlutfall. Nýjustu tölur um fjölda lánþega eru frá námsárinu 2016-2017 en nýjasti ársreikningur LÍN, frá árinu 2018, sýnir að veitt námslán lækkuðu enn á því ári og þar með má leiða líkum að því að fjöldi lánþega hafi enn verið á undanhaldi. Sömuleiðis sýna tölur Hagstofunnar frá námsárinu 2018-2019 um fjölda námsmanna erlendis sem leita aðstoðar LÍN enn fram á fækkun lánþega í þeim hópi. Útreiknuð gögn sýna að stuðningur LÍN við háskólakerfið sem heild hefur ekki verið lægri frá því að Hagstofan fór að gefa út heildartölur um fjölda námsmanna, þá sökum fækkun lánþega.
Þó má leiða líkur að því að þróunin muni snúast við námsárið 2020-2021 sökum mikils atvinnuleysis í kjölfar heimsfaraldurs COVID-19. Það er þó enn áhyggjuefni hve slæma ímynd LÍN hefur meðal námsmanna.
The objective of this thesis is to try and shed light on the position of the Icelandic Student Loan Fund (ISLF) in spring 2020 and compare it to historical data on Icelandic students. Historical data on the number of Icelandic students who receive loans from ISLF will be looked at, as well as historical data on the number of Icelandic students studying in Icelandic and foreign universities. For the latter group the only data available is the number of students studying abroad who seek assistance from ISLF. To make the comparison as reliable as possible the total amount loaned from the ISLF throughout 1988 and 2018 has been calculated according to the average Icelandic Consumer Price Index (CPI) for the year 2018. The data used sometimes refers to the year of study (2017-2018 for instance) and sometimes the year itself (2018 for instance), but the data is useful to draw up the historical development of Icelandic student loans. The position of students in spring 2020 is also touched upon, but as this thesis is finalized many students are unsure about their own financial future in the wake of the COVID-19 pandemic and high unemployment in the wake of the pandemic.
The development has been that fewer and fewer students take student loans from ISLF, and this development has especially rapid from the year 2013. In some regards there are signs that the ISLF faces a certain image problem in regards to Icelandic students. The percentage of students who receive student loans from the ISLF has dropped dramatically from 2012-2013, when it was 57.59% (a historically normal percentage) and to 2016-2017, when it was 35.97%. The latest available data on the total number of students who receive loans from the ISLF are from 2016-2017 but there are indicators that this development has continued, including the continued drop noted in the total amount of loans given that can be seen in the ISLF’s annual account for 2018. The support the ISLF is giving the Icelandic university system has not been as low since the Icelandic Statistical Office started publishing total numbers of Icelandic university students, which is mostly because of this drop in students asking for loans from the ISLF.
It is likely that this development will be somewhat reversed in 2020-2021 in light of high unemployment numbers in the Icelandic economy following the COVID-19 pandemic. It is still a cause for concern though that the ISLF has such a bad image among students.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| LeifurFinnbogason_BA_lokaverk.pdf | 842,46 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |