is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3651

Titill: 
  • Upplýsingaskylda útgefenda skráðra hlutabréfa
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á Íslandi er saga viðskipta með hlutabréf á skipulegum verðbréfamarkaði stutt. Miklar
    og örar breytingar hafa einkennt verðbréfamarkaðslöggjöf á Íslandi, ekki síst vegna
    aðildar Íslands að samningnum um hið Evrópska efnahagssvæði. Margvíslegar ástæður
    geta verið fyrir því að fyrirtæki leita eftir að skrá hlutabréf sín á skipulegan
    verðbréfamarkað. Oftar en ekki er tilgangurinn sá að afla fjár í einum eða öðrum
    tilgangi. Samhliða og í kjölfar opinberrar skráningar fylgir skylda til að upplýsa
    markaðinn um ýmsa þætti í starfsemi félags. Á útgefendum hvílir rík skylda samkvæmt
    lögum, stjórnvaldsfyrirmælum og reglum NASDAQ OMX Iceland hf. (Kauphöllin á
    Íslandi).
    Skipta má reglum um upplýsingaskyldu útgefenda skráðra hlutabréfa í eftirfarandi
    fjóra flokka:
    1. Regluleg upplýsingagjöf.
    2. Atvikabundin upplýsingagjöf.
    3. Innherjaupplýsingar.
    4. Flöggun.
    Um upplýsingaskyldu útgefenda skráðra hlutabréfa hefur lítið verið fjallað í skrifum
    íslenskra fræðimanna. Er hér reynt að bæta úr því. Farið er almennt yfir gildandi reglur
    og leitast við að skýra þær með tilliti til ákvarðana Fjármálaeftirlitsins og Kauphallarinnar
    auk þess sem stuðst er við ýmis lögskýringargögn og aðrar heimildir þar sem
    við á.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð
Samþykkt: 
  • 23.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3651


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
sigurdur_oli_fixed.pdf672.96 kBLokaðurMeginmálPDF