is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36512

Titill: 
  • Efni og andi : að upplifa byggingarlist
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Byggingarlist felur í sér heildræna upplifun. Ótal þættir koma saman og búa til heild upplifana, þar er hið persónulega sjónarhorn ekki síður mikilvægt. Í þessari ritgerð leitast ég eftir því að kanna skynjun einstaklings á rými og hvernig það snertir við honum. Heimspeki fyrirbærafræðinnar reynist gagnlegt verkfæri til þess að feta á huglægar slóðir skynjana og upplifana. Fyrirbærafræðin verður nokkurs konar rauður þráður í gegnum alla ritgerðina og heimspekilegur grunnur. Í fyrstu verður fyrirbærafræði gerð skil. Farið verður yfir helstu einkenni og þau áhrif sem heimspekin hafði á byggingarlist, það samhengi sem hún kom inn í og þann lærdóm sem draga má af henni. Því næst verða hugmyndir fjögurra fræðimanna kynntar. Þeirra Juhani Pallasmaa, Gaston Bachelard, Peter Zumthor og Sverre Fehn. Fjórmenningarnir koma frá ólíkum áttum í Evrópu en eiga það sameiginlegt að nýta kenningar fyrirbærafræðinnar sem innblástur í hugmyndir sínar og byggingarlist. Í lokin nýtist umfjöllun ritgerðarinnar í persónulegri greiningu á eigin skynjun og upplifun á tveimur byggingum í Reykjavík, Hörpu og Baðhúsinu í Nauthólsvík. Upplifun á byggingarlist verður seint skilgreind endanlega en í því liggur einmitt kraftur hennar, það er getu til þess að kalla fram persónuleg hughrif.

Samþykkt: 
  • 24.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36512


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_2019_Hlin.pdf19.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna