Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36513
Svæðið Ósar á Reykjanesi einkennist af grösugum hraunklettum sem liggja niður í sjó, lífríkum fjörum og fjölbreyttu fuglalífi. Í nálægð við hafið og fuglalífið rís bygging, skjól á ferðalagi fuglaskoðarans um svæðið. Kjarni og miðja byggingarinnar er eldstæði og umhverfis það hringast rými. Grunnþörfum ferðalanganna er mætt en áherslan er á tvo vendipunkta, fuglabirgi og útsýnisturn sem bjóða upp á tvær ólíkar upplifanir af fuglalífinu. Efniskennd byggingarinnar rímar við nærumhverfið, viður sem fær að fúna líkt og rekaviðurinn sem liggur í fjörunni og mjúkir veggir unnir úr melgresi á móti hörðum flötum úr steypu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
hlin_honnunargreining_2020.pdf | 25,09 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |