Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36516
Þegar barn kemur í heiminn verður tíminn skyndilega það allra dýrmætasta sem þú átt. Ég sem áður var ung og kærulaus, ber nú ábyrgð á því undursamlegasta sem ég mun nokkurn tíma eignast. Á sama tíma endurfæðist sjálfið og allt byrjar að speglast. Þú speglar þig í afkvæmi þínu og afkvæmi þitt speglar sig í þér. Það sem eitt sinn var naflastrengur verður að ósýnilegum þræði sem varir alla tíð. Verkið Nánd fjallar um þennan þráð, nándina sem myndast milli móður og barns í frumbernsku barnsins.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hönnunargreining_hólmfríður_skemman.pdf | 5.76 MB | Opinn | Greinargerð | Skoða/Opna |