is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3652

Titill: 
  • Skyldur fjármálafyrirtækja í aðgerðum gegn peningaþvætti skv. lögum nr. 64/2006 með áherslu á áhættumat viðskiptavina skv. 7. gr. laganna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ýmsar skyldur eru lagðar á fjármálafyrirtæki í aðgerðum gegn peningaþvætti skv. lögum nr. 64/2006, um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Umfjöllunin er tekin út frá sögu og þróun á löggjöf er varðar peningaþvætti. Farið er yfir hverjir þeir aðilar eru sem hafa eftirlit með peningaþvætti en hér á landi lúta fjármálafyrirtækin eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Alþjóðlegu skyldur sem fylgja aðgerðum gegn peningaþvætti eru margvíslegar og er farið yfir þær ásamt því að tekin er umfjöllun um raunhæf dæmi þegar slíkt á við. Ein af aðalskyldum fjármálafyrirtækja, við fyrrnefndar aðgerðir, er að þekkja viðskiptavini sína og gera á þeim áreiðanleikakönnun. Áhersla í umfjöllun er á áhættumat viðskiptavina sem gefur fjármálafyrirtækjum tækifæri til að aðlaga aðgerðir sínar gegn peningaþvætti með því að áhættugreina viðskiptavini. Ákveði fjármálafyrirtækin að styðjast við slíkt áhættumat ber þeim að setja sér reglur um það. Mismiklar kröfur eru þá lagðar á, eftir því í hvaða flokk viðskiptavinurinn fellur í. Hér á landi virðist áhættumat á viðskiptavinum ekki vera mikið notað ef miðað er við það efni sem fyrir liggur frá Fjármálaeftirlitinu. Farið er í samanburð við Danmörk og Svíþjóð, og ljósi varpað á hvort þessi lönd notist við áhættumat á viðskiptavinum. Þrátt fyrir að peningaþvættislöggjöf þessara landa sé byggð á sömu tilskipun er að finna örlítinn mun á milli landanna. Einnig er litið til Bretlands og Bandaríkjanna en þeir fyrrnefndu eru mjög leiðandi þegar kemur að fyrrgreindu áhættumati. Peningaþvætti verður að teljast nokkuð ungt svið þar sem fyrsta löggjöfin kom fram árið 1993 og er dómaframkvæmd því ekki mikil. Hæstaréttardómur er varðar peningaþvætti hefur ekki fallið frá því að lögin tóku gildi árið 2006, þegar þetta er skrifað.
    Vinnsla ritgerðarinnar leiddi í ljós, að mati höfundar, að Ísland á nokkuð í land með að skila árangri í aðgerðum gegn peningaþvætti. Meiri þunga mætti þá setja í að áhættugreina viðskiptavini og haga aðgerðum samkvæmt því. Setja má spurningamerki við þær kröfur sem lagðar eru á fjármálafyrirtækin og hvort þær séu að ná tilætluðum árangri eða þeim tilgangi sem verið er að leggja áherslu á. Þær reglur sem hér gilda eru í samræmi við alþjóðlegar skyldur en segja má að það orki tvímælis hversu stutt við erum komin í þessum málum miðað við hversu mikinn íslenskt fjármálalíf fór um heiminn síðastliðin ár. Þrátt fyrir að við séum á góðri leið er það mat höfundar að margt megi gera betur í baráttunni gegn peningaþvætti

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð
Samþykkt: 
  • 23.9.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3652


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
aldis_bjarnadottir_fixed.pdf895.95 kBLokaðurMeginmálPDF