is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36526

Titill: 
  • Breikkum sviðið : um stöðu kvenna í grafískri hönnun í nútímanum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um stöðu kvenna í grafískri hönnun í nútímanum með áherslu 
á Ísland. Fjallað er stuttlega um sögu kvenna í faginu og einnig um nokkrar konur, bæði íslenskar og erlendar, sem gætu talist til frumkvöðla innan fagsins. Á síðustu tíu árum hafa skapast miklar umræður sem snúa að því að enn sé afgerandi kynjahalla víða í hönnunar-bransanum. Skoðað er hvort, og þá hvaða breytingar hafi orðið á stöðu kvenna innan fagsins á undanförnum árum. Það hafa verið gerðar kannanir á stöðunni bæði hér á landi 
og erlendis ásamt því að stofnuð hafa verið félög sem tileinka sér að vekja athygli á þessu málefni. Bornar eru saman niðurstöður úr fyrri könnunum við nýja könnun sem höfundur gerði sjálf á þeim tíma sem ritgerðin var skrifuð. Tekin voru viðtöl við konur í faginu til þess að fá sjónarhorn starfandi grafískra hönnuða með inn í myndina. Leitast er eftir að finna ástæður þess hvers vegna staðan sé eins og hún er og hvers vegna konur hafi 
í gegnum tíðina hrökklast úr faginu. Einnig er því velt upp hvort umræðan þurfi ekki að snúast um fleiri en einungis konur og karla, og skoða einnig stöðu fleiri minnihlutahópa. Það virðist víða vera skortur á fjölbreytileika innan fagsins og þá sérstaklega í stjórnunar-
stöðum. Höfundur telur að þessu þurfi að vekja enn frekari athygli á.

Samþykkt: 
  • 24.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36526


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
breikkum_svidid.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna