Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36538
Forn-grísk menning var gegnsýrð af tónlist og má segja að ekkert annað menningarsamfélag í sögunni hafi vísað meira í tónlist í bókmenntum og listum eins og Forn-Grikkir. Þetta er einnig elsta siðmenningarsamfélag þaðan sem við eigum nægar heimildir til að setja saman heilsteypta hugmynd um tónlistarlega menningu, þó fjölmörgum spurningum sé ósvarað. Frá þessum tíma eru til ótal myndir, við vitum um nokkur hljóðfæranna sem notuð voru, fræðibækur um tón-og hljómfræði og nokkur varðveitt lög sem hægt er að lesa. Í þessari ritgerð verður farið yfir öll helstu atriði sem viðkoma tónlist og tónmáli í forn-grísku samfélagi. Reynt verður að gefa skýra mynd af þeim ýmsu þáttum sem tengjast fyrirbærinu mousike á einn eða annan hátt og setja fram hugmyndir sem tengja við hugmyndir okkar í dag um tónlist.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Kveð þú gyðja-BA-loka.pdf | 710,98 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |