is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36540

Titill: 
 • Hlutverk tónlistar í leikhúsi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tónlist hefur bundist sviðslistum órjúfanlegum böndum frá upphafi hins vestræna samfélags, allt frá tímum Grikkja. Tónlistin hefur margþættu hlutverki að gegna í sviðsverkum, skapar andrúmsloft, dregur fram tilfinningar persóna og innra líf þeirra, tjáir hættu, gleði, sorg og í raun hvaða tilfinningar sem er. Tónlist í leikverkum getur verið aðaluppistaðan í uppfærslum á sviði eða einn af mörgum þáttum sem skapa heilsteypta sýningu. Rannsóknarspurningar eru: Hvert er hlutverk tónlistar í leikhúsi? Hver er söguleg hefð tónlistar í leikverkum? Hvað felst í því að skapa vel heppnað sviðslistatónverk? Hvað getur tónskáld haft í huga við slíkt ferli í tónsköpun sinni? Hvaða aðferðir henta best til að skapa áhrifamikla og viðeigandi tónlist fyrir sviðslistir af ýmsum toga? Hvers vegna virðast störf sviðslista- og leikhústónskálda oft og tíðum ekki fá verðskuldaða athygli? Tekin voru viðtöl við tvö tónskáld, Jóhann G. Jóhannsson og Kristjönu Stefánsdóttur, en þau hafa getið sér gott orð sem tónlistarstjórar og tónskáld í leikhúsum hér á landi. Þau þemu sem fram komu í svörum viðmælenda voru: Nálgun, ferli, lærdómur, útkoma og viðurkenning.
  Niðurstöður viðtalanna benda til að nálgunin sé önnur þegar tónskáld semur tónverk fyrir leikverk en önnur verk. Tónskáldið þarf að þekkja vel handritið og persónusköpunina. Ferlið er því annað en þegar tónskáldið semur sitt eigið verk því það að semja leikhústónlist krefst náinnar samvinnu leikstjórans, tónlistarstjórans og tónskáldsins. Tónskáldið þarf stöðugt að vera tilbúið til að breyta til dæmis tóntegundum og laglínum í verkunum. Það sem tónskáld læra í þessu ferli er að það er hægt að gera mistök og halda samt sem áður áfram vinnunni, tónskáldin finna sátt við sín verk þegar allt rennur saman í eina sannfærandi heild. Það kom fram í niðurstöðum að ástæðan fyrir því að þessi verk eru ekki metin að verðleikum eða fá verðskuldaða athygli gæti verið sú að leiklistargagnrýnendum finnst þeir ekki hafa nægilega þekkingu til að meta tónlistina í verkinu eða að tónlistin sé svo sjálfsögð og eðlileg í heildarmyndinni að hún vekur ekki sérstaka athygli.

 • Útdráttur er á ensku

  Music has been bound up with indestructible ties from the beginning of the Western community, right from the Greek era. Music plays a diverse role in stage acts and creates an atmosphere that can evoke personal feelings and their inner life, whilst also expressing danger, joy, sorrow and many other feelings. Music in dramatic acts can be foundation of putting up a play and also participating in the act. The research questions are: What is the role of music in theatre? What is the historical tradition of music in acting? What is involved in creating a successful range composition? What can a composer bear in mind whilst in the act of composition? What are the most suitable ways of creating impressive and appropriate music for various kinds of stage performances? Why does not the works of stage arts and of theatrical composers get the attention that they deserve? Two composers were interviewed, Jóhann G. Jóhannsson and Kristjana Stefánsdóttir, but they have made a good reputation as musical conductors and composers in theatres here in Iceland. The themes that appeared in the interviewees’ answers were: Approach, process, learning, resultant and acknowledgement.
  The results of the interviews imply that the approach is different when a composer writes for a theatrical performance rather than for other types of composition. The composer has to be very familiar with the manuscript, characterization and collaborate closely with artistic conductors of the act. The process is different in every project but it depends heavily on collaboration between the director, while the composer constantly has to be ready to vary, for example the modulations and the melodies in their acts. What the composers learn by doing this is that it is possible to make mistakes and yet keep on working, the composers find themselves pleased with their work when everything comes together and fits perfectly. As a result, the reason why such performances vary in the appreciation they receive might be that the theatre critics don’t believe they have sufficient knowledge to evaluate the music in the performance or they assume that the music is so much a natural part of the whole that no one pays any particular attention to it.

Samþykkt: 
 • 24.6.2020
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/36540


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Íris Rós Ragnhildardóttir - Lokaritgerð - LHÍ - Haust 2019.pdf964.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna