is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Myndlistardeild / Department of Fine art > Lokaritgerðir / Theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36541

Titill: 
  • Undir yfirborðinu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðini Undir yfirborðinu mun ég gera grein fyrir eigin myndlist og þeirri hugsun sem liggur að baki henni. Ég mun vísa í hugmyndir heimspekingsins Maurice Merleau-Ponty, þar sem ég hef haft áhuga á hans fræðum og tengi þau við hugmyndir mínar og listsköpun. Verkin mín eru málverk og innsetningar. Þeim má lýsa sem ljóðrænum abstrakt málverkum sem unnin eru út frá minningum, reynslu og umhverfinu. Hugmyndirnar tengjast sjóninni, skynjuninni, mannslíkamanum og líffræðilegum galla eða niðurbroti hans. Andstæðurnar hreyfing og kyrrstaða, ljós og myrkur eru einnig viðfangsefni málverka minna og innsetninga og hvernig hver og einn upplifir bæði ytri og innri upplifanir í umhverfi sínu og í myndlist. Í ritgerðinni mun ég leitast við að skoða hversu misjöfn upplifun og skynjun manna er bæði á list og umhverfi sínu og einnig svara því hvaða áhrif sjón og myrkur hafa á listamenn og áhorfendur. Ég mun fjalla um aðra listamenn sem hafa unnið með svipaðar hugmyndir og ég hef gert í mínum verkum. Listamenn sem ég hef sótt innblástur til eru til dæmis Gerhard Richter, Georg Guðni Hauksson, Andrés Birgisson, Albert Serrano og Jaqueline Donachie.

Samþykkt: 
  • 24.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36541


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Jóhanna_Margrétardóttir_BA Skemman fararsnið.pdf139.35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna