is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Tónlistardeild / Department of Music > Lokaritgerðir / Theses (BA, B.Mus.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/36545

Titill: 
  • Við þurfum að tala saman
  • Titill er á ensku We need to talk
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð fer ég yfir ferli lokaverks míns úr tónsmíðum. Verkið Við þurfum að tala saman/We need to talk, er um 45 mínútna langt myndbandsverk/leikhúsverk sem er í flutningi með 4 manna hljómsveit og allir 3 karakterar úr myndsbandverkinu birtast á einhverjum tímapunkti flutningsins á sviðinu. Í verkinu er tónlistin allsráðandi, bæði í formi upptöku og lifandi flutnings. Myndbandsverkið er textað, í einni útgáfu á íslensku og annarri á ensku. Það er enn mögulegt að þýða verkið á fleiri tungumál. 
Í þessari ritgerð tala ég um það hvernig ferlið skiptist upp í 2 meginhluta. Fyrri hlutinn snýr að hugmyndavinnu í hópavinnu og gerð myndbandsverks. Sá hluti fór fram frá byrjun september 2019 til desember 2019. Seinni hlutinn snýr meira að tónlistarsköpun verksins. Ég geri stuttlega grein fyrir öllum samsköpurum verksins, því að þetta verk er stórt samsköpunarverk sem varð til út frá minni hugmynd og undir handleiðslu minni, sköpun myndbandsverks í hópavinnu, tónlistarsköpunina í samstarfi við hljómsveit og svo hvernig plönin fara oft ekki eins og þeim er ætlað að fara. Ég fjalla um áhrif umhverfis og pólitík á listafólk nútímans og listsköpun þess og þá helst loftlagsvána. Ég fer líka í helstu hindranirnar sem urðu á vegi mínum svo sem erfiðleika við að finna rými, persónulega erfiðleika, erfiðleika tengdum pólitískum réttrúnaði og áhrif heimsfaraldurs. Ég nefni einnig áhrifavalda mína, listafólk sem hefur farið ákveðnar leiðir í listsköpun sinni og verið mér innblástur.

Samþykkt: 
  • 24.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36545


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KATRIN-BA-RITGERÐ_TONSMIDAR_2020.pdf1.32 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna