is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/36546

Titill: 
  • Má greina brútalísk einkenni í grafískri hönnun?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Brútalismi eða Béton brut er angi af módernískum arkitektúr þar sem stór form og hrá áferð steypunnar fá að njóta sín. Brútalismi er nokkuð þekktur fyrir að gefa umhverfi sínu sterkan svip. Hann hefur vakið bæði neikvæðar og jákvæðar tilfinningar hjá þeim sem virða hann fyrir sér, og hann hefur fengið fólk til að bítast á um tilvistarrétt hans vegna þessa útlits og sterkrar nærveru, en einnig hefur fólk sameinast til að halda uppi heiðri hans af ýmsum ástæðum. Í þessari ritgerð er fjallað um módernisma í arkitektúr og hugsmíðahyggjuna í Rússlandi, listastefnuna avant-garde, og svo brútalisma. Rýnt er í nokkra listamenn og arkitekta sem störfuðu undir þessum fánum í Evrópu, Bandaríkjunum, Rússlandi eða Sovétríkjunum. Skoðað er hvernig stílar brútalisma og hugsmíðahyggju birtast í listgreinum eins og arkitektúr, myndlist og svo grafískri hönnun. Undanfarin ár hafa hönnuðir verið að líta til brútalíska stílsins og yfirfæra hann á hönnun sína með ýmsum áhugaverðum útkomum. Þá er áhugavert að sjá hvað fólk túlkar brútalisma en ungir listamenn hafa verið að túlka hann á sinn hátt. Í ritgerðinni er brútalismi tengdur við nokkra þætti úr grafískri hönnun, svo sem leturgerð og merki, og litið er sérstaklega til Kristínar Þorkelsdóttur auglýsingateiknara í þessu samhengi.

Samþykkt: 
  • 24.6.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/36546


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Ritgerd_Klara Karlsdottir_Final2.pdf1.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna