is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3655

Titill: 
 • Þjónandi forysta og forprófun mælitækis þjónandi forystu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Hér er fjallað um leiðtogakenningar, þjónandi forystu, fræðilegann bakgrunn hennar og rannsóknir sem byggja á kenningum um þjónandi forystu. Tilgangur þeirrar rannsóknar sem gerð var og fjallað er um hér er að meta hvernig tekist hefur til við þýðingu á „Servant Leadership Inventory“ SLI-mælitækinu frá ensku yfir á íslensku.
  SLI-mælitækið er merkilegt fyrir þær sakir að vera nýtt. Jafnframt er verið að forprófa það í íslenskri þýðingu í þessari rannsókn sem markar tímamót vegna þess að þetta er fyrsta rannsóknin sem gerð er á Íslandi á þjónandi forystu. Hún er líka mikilvæg fyrir þær sakir að vera gerð meðal lífeindafræðinga, stétt í íslensku heilbrigðiskerfi, sem hefur ekki verið rannsóknarefni áður þótt rannsóknir og mælingar sé hennar aðalstarf.
  Þjónandi forysta er ekki ný af nálinni heldur hefur fylgt okkur í gegn um aldirnar. Það er hins vegar oft þannig bæði með góða forystu og þjónustu að það er fyrst tekið eftir henni þegar hennar nýtur ekki lengur við. Þannig hefur þjónandi forysta hugsanlega oft farið framhjá fólki vegna þess að þjónandi leiðtogi sækist ekki eftir heiðri fyrir sjálfan sig. Þjónusta hans er ekki framkvæmd til að fá hrós heldur til að samstarfsfólk eða fylgjendur vaxi sem einstaklingar, verði heilbrigðari, vitrari, frjálsari, sjálfstæðari og tilbúnir að veita öðrum þjónandi forystu.
  Könnun var gerð á þáttum þjónandi forystu við stjórnun á vinnustöðum lífeindafræðinga.
  Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að þrátt fyrir að mælitækið sé bæði réttmætt og áreiðanlegt í íslenskri þýðingu þá er nauðsynlegt að fara betur yfir þýðingu þess áður en það verður notað aftur. Sá þáttur þjónandi forystu sem hafði mesta fylgni við starfsánægju lífeindafræðinga var efling, Nauðsynlegt er að gera frekari könnun á starfshögum stéttarinnar þó svo að starfsánægja 64,6% þeirra sem tóku þátt í könnunni mælist á bilinu 4-5 í starfánægju þar sem 1 er mjög óánægður og 5 er mjög ánægður í starfi.

Samþykkt: 
 • 23.9.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3655


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
alda_margret_fixed.pdf1.63 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna